Versta mót ferilsins hjá Tiger Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. ágúst 2010 22:00 Helgin var löng hjá Tiger Woods því hann hefur aldrei spilað lélegra golf síðan hann gerðist atvinnumaður í íþróttinni. Tiger tók þátt í Bridgestone-mótinu og endaði í 78. sæti af 80 keppendum. Hann lék lokahringinn á 77 höggum og endaði þar með á 18 höggum yfir pari. Þessi ömurlega spilamennska Tigers kom ekki síst á óvart fyrir þær sakir að hann hefur venjulega farið á kostum á þessu móti. Hann hafði fram að helginni unnið mótið sjö sinnum í níu tilraunum og aldrei endað neðar en í fimmta sæti. "Að enda á 18 yfir pari er ekkert sérstaklega skemmtilegt. Það er virkilega erfitt að kyngja þessu," sagði svekktur Tiger eftir mótið. Tiger lék alla hringina yfir pari sem hefur ekki gerst síðan 2003. "Ég var samt þolimóður en það skilaði mér ekki neinu," sagði Tiger en hvað þarf hann að bæta? Ég þarf að hitta boltann betur, ég þarf að vinna í stutta spilinu, ég þarf að pútta betur og ná betra skori," sagði Tiger réttilega enda er golf "einföld" íþrótt. Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Helgin var löng hjá Tiger Woods því hann hefur aldrei spilað lélegra golf síðan hann gerðist atvinnumaður í íþróttinni. Tiger tók þátt í Bridgestone-mótinu og endaði í 78. sæti af 80 keppendum. Hann lék lokahringinn á 77 höggum og endaði þar með á 18 höggum yfir pari. Þessi ömurlega spilamennska Tigers kom ekki síst á óvart fyrir þær sakir að hann hefur venjulega farið á kostum á þessu móti. Hann hafði fram að helginni unnið mótið sjö sinnum í níu tilraunum og aldrei endað neðar en í fimmta sæti. "Að enda á 18 yfir pari er ekkert sérstaklega skemmtilegt. Það er virkilega erfitt að kyngja þessu," sagði svekktur Tiger eftir mótið. Tiger lék alla hringina yfir pari sem hefur ekki gerst síðan 2003. "Ég var samt þolimóður en það skilaði mér ekki neinu," sagði Tiger en hvað þarf hann að bæta? Ég þarf að hitta boltann betur, ég þarf að vinna í stutta spilinu, ég þarf að pútta betur og ná betra skori," sagði Tiger réttilega enda er golf "einföld" íþrótt.
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira