Athugasemd vegna frétta af fangaflugi Kristrún Heimisdóttir skrifar 7. desember 2010 11:32 Aðgerðir utanríkisráðuneytisins gegn fangaflugi hófust í júní 2007, strax eftir komu nýs ráðherra en formaður VG lagði fyrirspurn um fangaflugið fram á Alþingi fimm mánuðum síðar eða í nóvember 2007. Aðgerðir ráðuneytisins höfðu þannig ekkert með málflutning VG að gera eins og sést vel á samtímaheimildum um þingumræður. Tilefni aðgerðanna var fylgiskjal 3 með nýrri skýrslu um leynilega frelsissviptingu og ólögmæta flutninga fanga sem kom út 8. júní á vettvangi Evrópuráðsins og kennd var við svissneska þingmanninn Dick Marty. Hvorki þingmenn né fjölmiðlar hér á landi veittu fylgiskjalinu athygli. Utanríkisráðherra setti starfshóp ráðuneytisins til verka við að skoða hvort loftför sem sönnunargagnasafn Evrópuráðsins tók til hefðu komið við hér á landi og í framhaldinu var skipaður samráðshópur utanríkis-, dómsmála- og samgönguráðueytis sem með hliðsjón m.a. af tilmælum Evrópuráðsins og Amnesty International lagði línur um leit í öllum flugvélum sem kæmu hingað til lands framvegis. Var samstarfið við flugmálstjórnir,flugstoðir, tollstjóraembætti, lögregluna og önnur stjórnvöld mjög gott og allir samtaka um aðgerðir. Þannig yrðu lendingar fangaflugvéla hér á landi fyrirbyggðar til framtíðar. Skýrsla um meint fangaflug var gerð opinber í nóvember 2007 og fjallaði Kastljós t.d. ítarlega um hana. Í nóvember 2008 reyndi skyndilega á leitina í flugvélum þegar Sjónvarpið flutti fyrstu frétt af fangaflugvél á Reykjavíkurflugvelli. Í ljós kom að leitað hafði verið í vélinni eins og ráð var fyrir gert og staðfest að ekki var um fangaflug að ræða. Síðar sama vetur gerði danska sjónvarpið sér sérstaka ferð hingað til lands til að gera frétt um aðgerðir íslenskra stjórnvalda. Í fréttaþættinum 21 Söndag voru þær teknar sem fordæmi fyrir dönsku ríkisstjórnina sem þá lá undir ámæli. Við munum sennilega ekki vita með óyggjandi hætti hvort ólögmætt fangaflug fór um Ísland á tímabilinu fyrr en Bandaríkjastjórn og leyniþjónusta hennar kjósa að láta það uppi eða einhver ákveður að leka óyggjandi heimildum þar um - og tekst það. Aðgerðir Íslands gerðu það hins vegar miklum mun ólíklegra að Bandaríkjamenn reyndu að nota íslenska flugvelli í þessum tilgangi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein WikiLeaks Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Aðgerðir utanríkisráðuneytisins gegn fangaflugi hófust í júní 2007, strax eftir komu nýs ráðherra en formaður VG lagði fyrirspurn um fangaflugið fram á Alþingi fimm mánuðum síðar eða í nóvember 2007. Aðgerðir ráðuneytisins höfðu þannig ekkert með málflutning VG að gera eins og sést vel á samtímaheimildum um þingumræður. Tilefni aðgerðanna var fylgiskjal 3 með nýrri skýrslu um leynilega frelsissviptingu og ólögmæta flutninga fanga sem kom út 8. júní á vettvangi Evrópuráðsins og kennd var við svissneska þingmanninn Dick Marty. Hvorki þingmenn né fjölmiðlar hér á landi veittu fylgiskjalinu athygli. Utanríkisráðherra setti starfshóp ráðuneytisins til verka við að skoða hvort loftför sem sönnunargagnasafn Evrópuráðsins tók til hefðu komið við hér á landi og í framhaldinu var skipaður samráðshópur utanríkis-, dómsmála- og samgönguráðueytis sem með hliðsjón m.a. af tilmælum Evrópuráðsins og Amnesty International lagði línur um leit í öllum flugvélum sem kæmu hingað til lands framvegis. Var samstarfið við flugmálstjórnir,flugstoðir, tollstjóraembætti, lögregluna og önnur stjórnvöld mjög gott og allir samtaka um aðgerðir. Þannig yrðu lendingar fangaflugvéla hér á landi fyrirbyggðar til framtíðar. Skýrsla um meint fangaflug var gerð opinber í nóvember 2007 og fjallaði Kastljós t.d. ítarlega um hana. Í nóvember 2008 reyndi skyndilega á leitina í flugvélum þegar Sjónvarpið flutti fyrstu frétt af fangaflugvél á Reykjavíkurflugvelli. Í ljós kom að leitað hafði verið í vélinni eins og ráð var fyrir gert og staðfest að ekki var um fangaflug að ræða. Síðar sama vetur gerði danska sjónvarpið sér sérstaka ferð hingað til lands til að gera frétt um aðgerðir íslenskra stjórnvalda. Í fréttaþættinum 21 Söndag voru þær teknar sem fordæmi fyrir dönsku ríkisstjórnina sem þá lá undir ámæli. Við munum sennilega ekki vita með óyggjandi hætti hvort ólögmætt fangaflug fór um Ísland á tímabilinu fyrr en Bandaríkjastjórn og leyniþjónusta hennar kjósa að láta það uppi eða einhver ákveður að leka óyggjandi heimildum þar um - og tekst það. Aðgerðir Íslands gerðu það hins vegar miklum mun ólíklegra að Bandaríkjamenn reyndu að nota íslenska flugvelli í þessum tilgangi.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar