Mikilvægt að keppa í nýjum löndum 15. október 2010 14:40 Allt ætti að vera klárt fyrir Formúlu 1 mótið í Suður Kóreu um næstu helgi, þrátt fyrir tafir við brautargerðina. Mynd: AP Images Ross Brawn, eigandi meistaraliðsins í Formúlu 1 í fyrra segir það áhugavert verkefni að takast á við nýja Formúlu 1 braut í Suður Kóreu um aðra helgi. Í gær var tilkynnt um mótshald í Rússlandi frá 2014 og Brawn telur mikilvægt að farið sé til nýrra landa með íþróttina, en keppt verður í Indlandi í fyrsta skipti á næsta ári. "Við erum ánægðir að heimsækja Kóreu í næstu viku og hlakkar til að reyna Formúlu 1 í nýju landi. Það er mikilvægt fyrir framtíð íþróttarinnar að við víkkum út sjóndeildarhringinn og fáum nýja áhorfendur. Við erum ánægðir að brautin verður tilbúinn eftir nokkra óvissu með það upp á síðkastið", sagði Brawn í fréttatilkynningu frá Mercedes um mótið. Hvorki keppnislið né ökumenn hafa prófað brautina, en Red Bull bíll fór þó brautina fyrir nokkru undir stjórn Indverjans Karun Chandook. Hann keppir þó ekki með liðinu, heldur Mark Webber og Sebastian Vettel. Brautin í Suður Kóreu fékk samþykki FIA í þessari viku, en nokkrar tafir hafa orðið við gerð hennar. Fróðlegt verður að fylgjast með gangi mála þar sem allir mæta jafnir til leiks á braut. "Við höfum undirbúið okkur fyrir brautina í bækistöð okkar í ökuhermi, þannig að við vitum við hverju má búast. Þetta verður áhugavert verkefni", sagði Brawn. Sjá brautarlýsingu frá Suður Kóreu. Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Ross Brawn, eigandi meistaraliðsins í Formúlu 1 í fyrra segir það áhugavert verkefni að takast á við nýja Formúlu 1 braut í Suður Kóreu um aðra helgi. Í gær var tilkynnt um mótshald í Rússlandi frá 2014 og Brawn telur mikilvægt að farið sé til nýrra landa með íþróttina, en keppt verður í Indlandi í fyrsta skipti á næsta ári. "Við erum ánægðir að heimsækja Kóreu í næstu viku og hlakkar til að reyna Formúlu 1 í nýju landi. Það er mikilvægt fyrir framtíð íþróttarinnar að við víkkum út sjóndeildarhringinn og fáum nýja áhorfendur. Við erum ánægðir að brautin verður tilbúinn eftir nokkra óvissu með það upp á síðkastið", sagði Brawn í fréttatilkynningu frá Mercedes um mótið. Hvorki keppnislið né ökumenn hafa prófað brautina, en Red Bull bíll fór þó brautina fyrir nokkru undir stjórn Indverjans Karun Chandook. Hann keppir þó ekki með liðinu, heldur Mark Webber og Sebastian Vettel. Brautin í Suður Kóreu fékk samþykki FIA í þessari viku, en nokkrar tafir hafa orðið við gerð hennar. Fróðlegt verður að fylgjast með gangi mála þar sem allir mæta jafnir til leiks á braut. "Við höfum undirbúið okkur fyrir brautina í bækistöð okkar í ökuhermi, þannig að við vitum við hverju má búast. Þetta verður áhugavert verkefni", sagði Brawn. Sjá brautarlýsingu frá Suður Kóreu.
Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira