Alþingi niðurlægt Hjörtur Hjartarson skrifar 21. september 2010 06:00 Alþingismanni ber að taka afstöðu til þess hvort ákæra eigi einhvern þeirra fjögurra ráðherra sem skýrsla níumannanefndar tiltekur. Afstöðu sína getur þingmaður aðeins byggt á því hvort hann telji að einstakir ráðherrar hafi gerst brotlegir við lög, þannig að meiri líkur en minni séu á að leiði til sakfellingar. Ekkert annað getur komið til álita í því sambandi, síst af öllu persónuleg kynni. Alþingi er vettvangur almannahagsmuna. Eftir að níumannanefndin skilaði skýrslu sinni komu fram raddir um að sú málsmeðferð sem landsdómur gerir ráð fyrir, og kveðið er á um í lögum og stjórnarskrá, sé brot á mannréttindum. Eru þær raddir trúverðugar? Sérdómstólar sem svipar til landsdóms finnast víða í vestrænum ríkjum, og er danski Rigsretten nærtækur til samanburðar. Engir þeirra sérfræðinga sem kallaðir voru fyrir níumannanefndina höfðu efasemdir um að landsdómur stæðist almenn mannréttindi. Sama er að segja um Sigurð Líndal lagaprófessor og Ásmund Helgason, fyrrverandi yfirlögfræðing Alþingis. Formaður nefndarinnar, Atli Gíslason, sagði á Alþingi: „Ég sem þingmaður og lögmaður og með langa reynslu í þessum málum hefði aldrei lagt upp með þessa þingsályktun varðandi ráðherraábyrgðina nema að ég teldi hana standast mannréttindi." Síðbúnar athugasemdir um að landsdómur standist ekki almenn mannréttindi eru í besta falli hæpnar. Á svo hæpnum forsendum er óréttlætanlegt að víkja til hliðar almennum lögum og stjórnarskrá. Væntanlega verður krafist frávísunar fyrir landsdómi með skírskotun til mannréttinda. Það er eina réttlætanlega leiðin að fara, verði fyrrum ráðherrar ákærðir. Að standa öðruvísi að málum væri hrein ögrun við almenning í landinu og stórslys. Það væri staðfesting á algerri undirgefni Alþingis gagnvart framkvæmdavaldinu. Með því væri Alþingi niðurlægt. Skömm íslenskra stjórnmálaflokka og stjórnmálamanna er mikil. Flokkarnir hafa, allir sem einn, þóst eiga Alþingi þjóðarinnar. Stjórnmálamenn hafa á síðari árum dregið nafn og virðingu þingsins ofan í svaðið þannig að þess finnast engin fordæmi frá því Alþingi var endurreist. Ætli þingmenn nú að víkja til hliðar bæði almennum lögum og stjórnarskrá, til þess að verja meint stjórnarskrárbrot fyrrum ráðherra, þá er komið nóg. Þá er tímabært að almenningur láti til sín taka og reki þetta lið af höndum sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsdómur Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Sjá meira
Alþingismanni ber að taka afstöðu til þess hvort ákæra eigi einhvern þeirra fjögurra ráðherra sem skýrsla níumannanefndar tiltekur. Afstöðu sína getur þingmaður aðeins byggt á því hvort hann telji að einstakir ráðherrar hafi gerst brotlegir við lög, þannig að meiri líkur en minni séu á að leiði til sakfellingar. Ekkert annað getur komið til álita í því sambandi, síst af öllu persónuleg kynni. Alþingi er vettvangur almannahagsmuna. Eftir að níumannanefndin skilaði skýrslu sinni komu fram raddir um að sú málsmeðferð sem landsdómur gerir ráð fyrir, og kveðið er á um í lögum og stjórnarskrá, sé brot á mannréttindum. Eru þær raddir trúverðugar? Sérdómstólar sem svipar til landsdóms finnast víða í vestrænum ríkjum, og er danski Rigsretten nærtækur til samanburðar. Engir þeirra sérfræðinga sem kallaðir voru fyrir níumannanefndina höfðu efasemdir um að landsdómur stæðist almenn mannréttindi. Sama er að segja um Sigurð Líndal lagaprófessor og Ásmund Helgason, fyrrverandi yfirlögfræðing Alþingis. Formaður nefndarinnar, Atli Gíslason, sagði á Alþingi: „Ég sem þingmaður og lögmaður og með langa reynslu í þessum málum hefði aldrei lagt upp með þessa þingsályktun varðandi ráðherraábyrgðina nema að ég teldi hana standast mannréttindi." Síðbúnar athugasemdir um að landsdómur standist ekki almenn mannréttindi eru í besta falli hæpnar. Á svo hæpnum forsendum er óréttlætanlegt að víkja til hliðar almennum lögum og stjórnarskrá. Væntanlega verður krafist frávísunar fyrir landsdómi með skírskotun til mannréttinda. Það er eina réttlætanlega leiðin að fara, verði fyrrum ráðherrar ákærðir. Að standa öðruvísi að málum væri hrein ögrun við almenning í landinu og stórslys. Það væri staðfesting á algerri undirgefni Alþingis gagnvart framkvæmdavaldinu. Með því væri Alþingi niðurlægt. Skömm íslenskra stjórnmálaflokka og stjórnmálamanna er mikil. Flokkarnir hafa, allir sem einn, þóst eiga Alþingi þjóðarinnar. Stjórnmálamenn hafa á síðari árum dregið nafn og virðingu þingsins ofan í svaðið þannig að þess finnast engin fordæmi frá því Alþingi var endurreist. Ætli þingmenn nú að víkja til hliðar bæði almennum lögum og stjórnarskrá, til þess að verja meint stjórnarskrárbrot fyrrum ráðherra, þá er komið nóg. Þá er tímabært að almenningur láti til sín taka og reki þetta lið af höndum sér.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar