Handbolti

Hrafnhildur: Nýtum okkur vanmatið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Árósum skrifar

Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, er vongóð fyrir fyrsta leik Íslands á EM í handbolta á morgun.

Það má segja að Hrafnhildur kannist vel við sig í Árósum þar sem Ísland spilar enda lék hún með SK Århus í dönsku úrvalsdeildinni á sínum tíma.

„Það er yndislegt að koma hingað aftur enda alltaf gott veður í Århus. Mér líður mjög vel hér," sagði Hrafnhildur við Vísi eftir æfingu íslenska landsliðsin í morgun.

Ísland mætir Króatíu í fyrsta leik á morgun en fyrirliði króatíska landsliðsins lét hafa eftir sér á dögunum að Ísland væri með lakasta liðið í riðlinum.

„Miðað við það sem þær hafa sagt hlýtur að vera vanmat til staðar og vonandi verður það svo," sagði hún. „Það er gaman að vera litla liðið og við ætlum að njóta þess. Það sem við þurfum fyrst og fremst að gera er að berjast eins og ljón allan leikinn. Króatarnir eru fljótir að hengja haus og fara í fýlu. Ef við komumst yfir verðum við að nýta okkur það."

Viðtalið í heild sinni má sjá með því að smella á hlekkinn hér fyrir ofan.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×