Handbolti

Bjarni skrifaði undir við Akureyri í slopp - Nautakjöt að launum

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Atli Gilmarsson, þjálfari Akureyrar, og Bjarni Fritzson eftir undirskriftina. Báðir fengu vænt kjötstykki frá Norðlenska og leiðbeiningar um eldun.
Atli Gilmarsson, þjálfari Akureyrar, og Bjarni Fritzson eftir undirskriftina. Báðir fengu vænt kjötstykki frá Norðlenska og leiðbeiningar um eldun. Þórir Tryggvason

Akureyri Handboltafélag hélt blaðamannafund um helgina á heldur óvenjulegum stað, í úrbeiningarsal Norðlenska. Þar skrifaði Bjarni Fritzson meðal annars undir samning við félagið.

Bjarni kemur frá FH og er gríðarlegur liðsstyrkur fyrir Akureyri. Ný stjórn tók við eftir síðasta tímabil og hefur ekki setið auðum höndum síðan.

Fyrst var Atli Hilmarsson ráðinn þjálfari eftir að Rúnar Sigtryggsson hætti með liðið, þá var Bjarni fenginn til liðsins og félagið skrifaði einnig undir nýja styrktarsamninga um helgina.

Bjarni tók sig vel út ásamt Atla í viðeigandi klæðnaði við undirskriftina eins og sjá má á myndinni. Fleiri myndir má sjá á heimasíðu Akureyrar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×