FH-ingar tryggðu sér sæti í deildarbikarnum milli jóla og nýárs er þeir lögðu HK, 22-20, í Krikanum í kvöld.
FH-ingar voru með leikinn í sínum höndum nánast allan leikinn.
HK kom til baka undir lokin en það var of lítið og of seint. FH-ingar því aðeins að rétta úr kútnum en HK er að sama skapi að gefa eftir.
FH-HK 22-20 (12-9)
Mörk FH: Ásbjörn Friðriksson 12, Örn Ingi Bjarkason 3, Sigurgeir Árni Ægisson 3, Hjörtur Hinriksson 2, Benedikt Kristinsson 1, Ólafur Guðmundsson 1.
Mörk HK: Bjarki Mári Elísson 8, Ólafur Bjarki Ragnarsson 4, Hákon Hermannsson Bridde 2, Daníel Berg Grétarsson 2, Vilhelm Gauti Bergsveinsson 2, Atli Karl Bachmann 1, Hörður Másson 1.