Hvers vegna aðild að ESB nú? 24. júní 2010 06:00 Ákvörðun leiðtogafundar ESB um að hefja aðildarviðræður við Ísland er fagnaðarefni. Margir spyrja: Hvers vegna á að hefja aðildarviðræður nú? Eru ekki önnur mál brýnni? Svarið er einfalt. Við erum að súpa seyðið af vondum stjórnarháttum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks árum saman. Stjórnvöld höguðu málum svo að frelsi í fjármagnsflutningum var unnt að misnota af skammsýnum bankamönnum. Vildarvinum voru afhentir bankar og þess gætt að eftirlit uppfyllti einungis lágmarkskröfur. Markmiðið var sem fyrr að hlaða undir hina fáu á kostnað hinna mörgu. Ef Ísland hefði verið í ESB hefði verið erfiðara að skrifa og leika þetta ömurlega leikrit. Aðhald nágrannaríkja hefði fyrr krafið íslensk stjórnvöld reikningsskila. Aðild að stærra gjaldmiðilssvæði hefði tryggt stöðugri efnahag og þvingað óábyrgar ríkisstjórnir til að halda aftur af innistæðulausum skattalækkunum sem hafa valdið okkur öllum tjóni. Lægra vaxtastig samfara aðild hefði auðveldað hátæknifyrirtækjum atvinnurekstur og uppbyggingu starfa hér á landi. Við höfum náð miklum árangri í hreinsunarstarfi eftir vitleysishagstjórnartímann. Við erum að ná tökum á ríkisútgjöldum með aðhaldsaðgerðum og aukum um leið tekjuöflun til að standa undir nauðsynlegri velferðarþjónustu. Árangurinn mun koma hratt í ljós, með hagvexti strax á næsta ári. Ef við höldum sjó bendir flest til að þá verði Ísland í betri stöðu en flest önnur ríki í okkar heimshluta. En sá árangur verður skammvinnur ef við leggjum ekki grunn að stöðugra efnahagsumhverfi til lengri tíma með lágum vöxtum og traustum lífskjörum. Við vitum af reynslunni til hvers krónan leiðir. Við þurfum ekki aftur að upplifa að skuldir okkar tvöfaldist vegna gengishruns. Við þurfum ekki að láta börnin okkar upplifa að missa tök á fjármálum sínum vegna óðaverðbólgu - rétt eins og kynslóðirnar á undan. Við þurfum ekki aftur að upplifa nærri 20% stýrivexti árum saman, sem þvinguðu fólk til áhættusamrar lántöku í erlendum gjaldmiðli. Við þurfum ekki aftur að upplifa að sjá vaxtabrodda atvinnulífsins flytja stóran hluta starfsemi sinnar úr landi til að lifa af. Þess vegna þurfum við traustan grunn. Aðild að ESB er eina leiðin til að snúa baki við stöðugum óstöðugleika íslensku krónunnar og kveðja svartnætti okurvaxta og verðtryggingar. Þess vegna má aðildarumsóknin ekki bíða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Skoðun Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ákvörðun leiðtogafundar ESB um að hefja aðildarviðræður við Ísland er fagnaðarefni. Margir spyrja: Hvers vegna á að hefja aðildarviðræður nú? Eru ekki önnur mál brýnni? Svarið er einfalt. Við erum að súpa seyðið af vondum stjórnarháttum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks árum saman. Stjórnvöld höguðu málum svo að frelsi í fjármagnsflutningum var unnt að misnota af skammsýnum bankamönnum. Vildarvinum voru afhentir bankar og þess gætt að eftirlit uppfyllti einungis lágmarkskröfur. Markmiðið var sem fyrr að hlaða undir hina fáu á kostnað hinna mörgu. Ef Ísland hefði verið í ESB hefði verið erfiðara að skrifa og leika þetta ömurlega leikrit. Aðhald nágrannaríkja hefði fyrr krafið íslensk stjórnvöld reikningsskila. Aðild að stærra gjaldmiðilssvæði hefði tryggt stöðugri efnahag og þvingað óábyrgar ríkisstjórnir til að halda aftur af innistæðulausum skattalækkunum sem hafa valdið okkur öllum tjóni. Lægra vaxtastig samfara aðild hefði auðveldað hátæknifyrirtækjum atvinnurekstur og uppbyggingu starfa hér á landi. Við höfum náð miklum árangri í hreinsunarstarfi eftir vitleysishagstjórnartímann. Við erum að ná tökum á ríkisútgjöldum með aðhaldsaðgerðum og aukum um leið tekjuöflun til að standa undir nauðsynlegri velferðarþjónustu. Árangurinn mun koma hratt í ljós, með hagvexti strax á næsta ári. Ef við höldum sjó bendir flest til að þá verði Ísland í betri stöðu en flest önnur ríki í okkar heimshluta. En sá árangur verður skammvinnur ef við leggjum ekki grunn að stöðugra efnahagsumhverfi til lengri tíma með lágum vöxtum og traustum lífskjörum. Við vitum af reynslunni til hvers krónan leiðir. Við þurfum ekki aftur að upplifa að skuldir okkar tvöfaldist vegna gengishruns. Við þurfum ekki að láta börnin okkar upplifa að missa tök á fjármálum sínum vegna óðaverðbólgu - rétt eins og kynslóðirnar á undan. Við þurfum ekki aftur að upplifa nærri 20% stýrivexti árum saman, sem þvinguðu fólk til áhættusamrar lántöku í erlendum gjaldmiðli. Við þurfum ekki aftur að upplifa að sjá vaxtabrodda atvinnulífsins flytja stóran hluta starfsemi sinnar úr landi til að lifa af. Þess vegna þurfum við traustan grunn. Aðild að ESB er eina leiðin til að snúa baki við stöðugum óstöðugleika íslensku krónunnar og kveðja svartnætti okurvaxta og verðtryggingar. Þess vegna má aðildarumsóknin ekki bíða.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun