Íslenski boltinn

Þorvaldur: Vil vinna alla leiki

Ellert Scheving skrifar
Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram.
Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram. Mynd/Anton
Þorvaldur Örlygsson þjálfari Fram var nokkuð sáttur í leikslok eftir sigur sinna manna en hann tefldi fram mjög sterku liði gegn 1. deildarliði ÍR. „Ég legg áherslu á allar keppnir alveg sama þó það sé deildarbikar, Íslandsmót eða bikar. Það er bara valið það lið sem valið er, ég tefli bara fram liði sem ég tel að geti unnið leikinn."

Fram hefði auðveldlega getað klárað leikinn í fyrri hálfleik en virtust nokkuð værukærir og þá sérstaklega fyrir framan markið.

„Við hefðum getað verið löngu búnir að klára leikinn. Við vorum í góðri stöðu en hleyptum þeim full mikið inn í leikinn. Við unnum þó og erum enn í pottinum. Ég vil þó hrósa ÍR-ingum enda lögðu þeir sig fram þegar leið á leikinn. ÍR-ingar byrja sína leiki rólega og koma svo hægt og rólega inn. Þeir voru þolinmóðir í kvöld og þeir eiga hrós skilið fyrir það," sagði Þorvaldur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×