Handbolti

Barcelona lagði Kiel

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aron lék með Kiel í dag.
Aron lék með Kiel í dag.

Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í Kiel lutu í lægra haldi gegn Barcelona í Meistaradeildinni í dag en leikurinn fór fram á Spáni. Lokatölur 32-29.

Kiel er þrátt fyrir tapið enn á toppi riðilsins með 10 stig rétt eins og Rhein-Neckar Löwen. Barcelona er komið með 8 stig í riðlinum.

Kiel lenti í miklum vandræðum með að komast til Barcelona vegna verkfalls flugvallarstarfsmanna. Þeir komust þó á leiðarenda eftir 17 tíma ferðalag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×