Innlent

Segir Íslendinga hafa logið að Hollendingum

Arnold Schilder.
Arnold Schilder.

Fyrrverandi stjórnarformaður hollenska fjármálaeftirlitsins segir að Íslendingar hafi logið að hollendingum trekk í trekk þegar þeir síðarnefndu óskuðu eftir upplýsingum um ástand íslenska fjármálakerfisins, misserin fyrir hrun. Þetta kom fram máli Arnolds Schilder sem í dag bar vitni fyrir rannsóknarnefnd á hollenska þinginu sem rannsakar fjármálakreppuna sem gengið hefur yfir heiminn.

„Íslenskir kollegar okkar, ég get ekki orðað það öðruvísi, lugu að okkur," sagði Schilder frammi fyrir nefndinni en yfirheyrslunum er sjónvarpað. Hollendingarnir spurðu ítrekað um stöðu Landsbankans, í ljósi þess að bankinn var að bjóða Hollendingum að leggja inn á Icesave reikningana. „Við spurðum þá margsinnis hvernig gengi og alltaf var sama svarið, að það væri allt í himnalagi."

Schilder sagði að seðlabankar í öðrum löndum hefðu einnig átt það til að fegra hlutina en að Íslendingar hefðu verið sér á parti, vegna þess hve Icesave málið var stórt í sniðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×