Innlent

Fulltrúar Hreyfingar og Framsóknar mættu á fundinn

Reglulegum fundarhöldum um skuldavanda heimilanna var fram haldið í morgun klukkan tíu en sérstökum hópi hefur verið komið á laggirnar og er stefnt að því að funda daglega uns niðurstaða fæst í málið. Hópinn skipa fimm ráðherrar, forsætis-, fjármála-, dóms-, félags- og viðskiptaráðherra ásamt fulltrúum stjórnarandstöðunnar.

Á fundinn í morgun mættu allir ráðherrarnir eða fulltrúar þeirra, en Árni Páll Árnason viðskiptaráðherra er erlendis. Þór Saari frá Hreyfingunni var hinsvegar eini stjórnarandstæðingurinn við upphaf fundar að sögn Hrannars B. Arnarssonar aðstoðarmanns Jóhönnu Sigurðardóttur. Hrannar sagði að Framsóknarmenn hefðu boðað komu sína á fundinnn og sagðist hann ekki vita hvers vegna fulltrúi þeirra hefði ekki mætt. Hálftíma síðar mætti þingflokksformaður Framsóknarflokks, Gunnar Bragi Sveinsson.

Auk þingmanna er umboðsmaður skuldara einnig viðstaddur fundinn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×