Handbolti

Magnús: Bleikt er málið

Henry Birgir Gunnarsson á Ásvöllum skrifar
Magnús í bleiku treyjunni sinni.
Magnús í bleiku treyjunni sinni. Mynd/Stefán

Magnús Gunnar Erlendsson, markvörður Fram, fór mikinn í marki Fram í kvöld og varði 21 skot í 27-31 sigri Fram á Íslandsmeisturum Hauka.

Magnús vakti ekki bara athygli fyrir vaska frammistaða í markinu heldur einnig fyrir bleika keppnistreyju sem hann er afar ánægður með.

"Við erum búnir að vinna alla leiki síðan ég byrjaði að spila í bleiku treyjunni þannig að hún er happa. Ég hætti ekki að spila í henni á meðan við erum að vinna leiki. Bleikt er málið," sagði Magnús og glotti við tönn.

"Við sýndum gríðarlegan karakter í dag. Þetta var mikill karaktersigur. Birkir varði eins og brjálæðingur í seinni hálfleik og það var eins og að lenda á vegg. Í staðinn fyrir að brotna eins og í fyrra þá stóðum við í lappirnar og kláruðum leikinn með stæl.

"Það hefur orðið mikil hugarfarsbreyting í liðinu og sjálfstraustið miklu meira en áður. Við hættum aldrei og erum mjög grimmir."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×