Innlent

Fjármálaráðherra gagnrýnir yfirlýsingar Ólafs Ragnars

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, vill tóna niður yfirlýsingar um hugsanlega yfirvofandi gos í Kötlu.
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, vill tóna niður yfirlýsingar um hugsanlega yfirvofandi gos í Kötlu.

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, kallaði eftir hófstilltari og upplýstari umræðu um gosið í Eyjafjallajökli á Alþingi í dag.

Sagði hann nauðsynlegt fyrir menn að forðast hræðsluáróður og beindi þannig orðum sínum óbeint að Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands.

Ólafur Ragnar Grímsson, lýsti því yfir í viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC, í gær að eldgosið í Eyjafjallajökli sé aðeins létt æfing fyrir komandi Kötlugos.

Fram kom í máli Steingríms að hræðsluáróður og vangaveltur um mögulegt Kötlugos gefi ekki rétta mynd af ástandinu og skaði jafnvel hagsmuni Íslands.


Tengdar fréttir

Ferðaþjónustan lítur ummæli Ólafs Ragnars alvarlegum augum

„Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál,“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar um viðtal sem birtist við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í breska ríkisútvarpinu (BBC) nú um helgina.

Iðnaðarráðherra: Það á að láta sérfræðinga spá gosi í Kötlu

„Mín skoðun er sú að það eigi að láta almannavarnir og vísindamenn um það að meta hvort eldgos í Kötlu sé á næsta leyti,“ segi Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra vegna ummæla Ólafs Ragnars Grímssonar sem sagði í viðtali í þættinum Newsnight sem er sýndur í breska ríkissjónvarpinu að það væri ekki spurning hvort Katla gysi heldur hvenær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×