Ásbjörn játar brot á lögum - Bjarni segir brotið ekki hafa áhrif 27. janúar 2010 05:30 Ásbjörn óttarsson Ásbjörn Óttarsson, þingmaður sjálfstæðismanna, viðurkenndi í Kastljósi Sjónvarps í gær að hafa brotið lög þegar hann greiddi sér og konu sinni tuttugu milljónir króna í arð árið 2007, fyrir árið 2006, þegar eigið fé fyrirtækisins var neikvætt. „Samkvæmt lögum þá má þetta ekki. Mér var ekki kunnugt um það þegar það var gert og um leið og mér var kunnugt um það endurgreiddi ég féð,“ sagði hann. Ásbjörn segist hafa komist að því að þetta var lögbrot, þegar blaðamaður Fréttablaðsins spurði hann út í þetta í síðustu viku. Síðan hafi hann endurgreitt peningana. Lögbrotið hafi ekki verið með vitund eða vilja gert. „Ég er nú bara einu sinni mannlegur og hef nú ekki bókhaldsþekkingu,“ sagði hann á RÚV í gær. Þingmaðurinn bauðst til að mæta í beina útsendingu með lygamæli. Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrotadeildar, hafði ekki séð viðtalið við Ásbjörn í gærkvöldi og vildi því ekki leggja mat á hvort brotin væru refsiverð. „En ef svo er þá þurfum við að bregðast við því,“ segir hann. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir Ásbjörn hafa gert mjög vel grein fyrir málinu. „Hann hefur játað á sig mistök og gert það sem hann getur til að bæta fyrir það sem var í ólagi. Þar með finnst mér að þetta eigi ekki að hafa áhrif á hans stöðu sem þingmanns eða vegna þeirra trúnaðarstarfa sem hann gegnir,“ segir Bjarni. - kóþ Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira
Ásbjörn Óttarsson, þingmaður sjálfstæðismanna, viðurkenndi í Kastljósi Sjónvarps í gær að hafa brotið lög þegar hann greiddi sér og konu sinni tuttugu milljónir króna í arð árið 2007, fyrir árið 2006, þegar eigið fé fyrirtækisins var neikvætt. „Samkvæmt lögum þá má þetta ekki. Mér var ekki kunnugt um það þegar það var gert og um leið og mér var kunnugt um það endurgreiddi ég féð,“ sagði hann. Ásbjörn segist hafa komist að því að þetta var lögbrot, þegar blaðamaður Fréttablaðsins spurði hann út í þetta í síðustu viku. Síðan hafi hann endurgreitt peningana. Lögbrotið hafi ekki verið með vitund eða vilja gert. „Ég er nú bara einu sinni mannlegur og hef nú ekki bókhaldsþekkingu,“ sagði hann á RÚV í gær. Þingmaðurinn bauðst til að mæta í beina útsendingu með lygamæli. Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrotadeildar, hafði ekki séð viðtalið við Ásbjörn í gærkvöldi og vildi því ekki leggja mat á hvort brotin væru refsiverð. „En ef svo er þá þurfum við að bregðast við því,“ segir hann. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir Ásbjörn hafa gert mjög vel grein fyrir málinu. „Hann hefur játað á sig mistök og gert það sem hann getur til að bæta fyrir það sem var í ólagi. Þar með finnst mér að þetta eigi ekki að hafa áhrif á hans stöðu sem þingmanns eða vegna þeirra trúnaðarstarfa sem hann gegnir,“ segir Bjarni. - kóþ
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira