Formúla 1

Ánægja með nýjan Williams

Nýi fákur Wiliams sem var frumsýndur.
Nýi fákur Wiliams sem var frumsýndur.

Sam Michaels hjá Williams kveðst ánægður með nýjan Williams sam var frumsýndur í vikunn og er ekið á æfingum í dag. Williams samdi við Cosworth um vélar fyrir 2010 og liðið ók 75 hringi um Valencia brautina í gær.

"Það var gott að klára daginn án tæknilegra vandmála, ekki síst í ljósi þess að vélin er ný. Það var smá vandamál með bensínupptöku vélarinnar vegna tölvuvandamála. Við erum á góðri leið með að samhæfa Bridgestone dekkin nýju að Williams bílnum", sagði Michaels.

Rubens Barrichello sagði að honum liðið eins og hann væri á fyrsta skóladegi og naut þess greinilega að keyra nýja Williams bílinn, en hann ók með meistaraliði Brawn í fyrra. Hann segir að erfitt verði að bera bíla saman á æfingum þar sem menn geti verið með 10 til 160 lítra eldsneytis um borð, en nýr stærri bensíntankur er notaður á árinu þar sem bensínáfyllingar eru bannaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×