

Brugðist við gagnrýni
Tími húsmennsku er liðinn!Nú kemur að hinni forkostulegu hlið þessa máls. Jóhann hefur verið aðstoðarmaður tveggja ráðherra. Á þeirri forsendu leggja nú ýmsir kapp á að tortryggja ráðningu hans. Um það vil ég segja tvennt. Jóhann Guðmundsson er ekki, alla vega svo ég viti til, skráður í neinn stjórnmálaflokk. Í öðru lagi hefði það ekki átt að útiloka hann jafnvel þótt svo væri. Tími „húsbænda og hjúa“ er liðinn – eða á að vera það. Aðstoðarmenn ráðherra eru ekki verkfæri þeirra heldur sjálfstæðir einstaklingar sem á að meta sem slíka og láta þá ekki gjalda starfa sinna þótt þau tengist stjórnmálamönnum. Slíkt væri í anda MaCarthys, bandaríska öldungadeildarþingmannsins, sem á tíma Kaldastríðsins hamaðist gegn öllum sem grunur lék á að hefðu vinstri sinnaðar skoðanir og varð frægur að endemum. Eða Berufsverbot í Þýskalandi eftirstríðsáranna, sem lét félagslega þenkjandi fólk gjalda skoðana sinna. Nú er þessu ekki einu sinni fyrir að fara. Heldur er það gert tortryggilegt að umsækjandi um stöðu starfaði með einstaklingum með tilteknar skoðanir!
Sama niðurstaðaÝmsir hafa orðið til að leggja orð í belg í þessari umræðu. Þannig segir prófessor við Háskóla Íslands í fréttum RÚV að slæmt sé að ráðherrar hafi „afskipti“ af ráðningum. Nokkrir fjölmiðlamenn dylgja um annarleg sjónarmið. En hvaða „fagfólk“ vilja þeir að hafi ráðningarvaldið? Prófessorar? Ráðningarskrifstofur? Eða er það kannski í lagi að stjórnmálamenn, sem þurfa öðrum fremur að standa skil gerða sinna, hafi ábyrgðina á hendi? Að mínu mati er það vinnsluferlið og niðurstaðan sem endanlega skiptir máli. Eða snýst ekki spurningin um að rétt sé að verki staðið? Að niðurstaðan sé sanngjörn? Að allir njóti sannmælis? Umsækjandinn, og kannski líka stöðuveitandinn – jafnvel þótt hann sé stjórnmálamaður? Hefði Jóhann Guðmundsson sloppið við ómaklegar dylgjur ef starfsmenn dómsmálaráðuneytisins hefðu ráðið hann til starfa án milligöngu minnar? Niðurstaðan hefði verið hin sama.
Skiljanleg gagnrýniEn hvað veldur gagnrýninni? Hún er ekki einskorðuð við skrif í prentmiðlum eða fréttir í fjölmiðlum. Hún nær miklu víðar og birtist til dæmis víða í bloggheimum. Mín tilfinning er sú að verið sé að gagnrýna mismunun og leyndarhyggju sem viðgengist hefur til margra ára og áratuga. Þótt það sé þessi ráðning sem gagnrýnin beinist nú að, þá þykir þeim sem gagnrýna hana hún vera dæmigerð um það sem viðgengist hefur um langan aldur, leyndarhyggju og pólitíska mismunun. Krafan nú er um gerbreytt vinnubrögð hvað þetta varðar, nokkuð sem ég get tekið undir. Þá er viðfangsefnið þetta: Hvernig má tryggja að allir fái notið sannmælis, og þá ekki síst sá sem sækir um stöðu og hlýtur hana? Hvernig á að haga málum þannig að pólitísk ábyrgð sé fyrir hendi en byggð á eðlilegu og sanngjörnu mati? Viðfangsefnið er að eyða tortryggni þar sem hún á ekki heima. Fyrsta skrefið er að þeir sem hafa ráðingarvaldið á hendi séu reiðubúnir að ræða málin opinskátt og bregðist við gagnrýni. Þetta greinarkorn er viðleitni í þá átt.
Skoðun

Nýr vettvangur samskipta?
Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar

Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan
Hjalti Þórðarson skrifar

Vilja Ísland í sambandsríki
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Blikkandi viðvörunarljós
Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar

„Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna
Guðni Freyr Öfjörð skrifar

Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi
Linda Jónsdóttir skrifar

Metnaðarfull markmið og stórir sigrar
Halla Helgadóttir skrifar

Hvers virði er vara ef hún er ekki seld?
Jón Jósafat Björnsson skrifar

Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ
Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar

Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði
Ólafur Ingólfsson skrifar

Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni
Helga Kristín Kolbeins skrifar

Fé án hirðis
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar

Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Myllan sem mala átti gull
Andrés Kristjánsson skrifar

Sjö mýtur um loftslagsbreytingar
Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar

Pírati pissar í skóinn sinn
Helgi Áss Grétarsson skrifar

Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu
Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar

Fáum presta aftur inn í skólana
Rósa Guðbjartsdóttir skrifar

Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina
Hópur Röskvuliða skrifar

Icelandic Learning is a Gendered Health Issue
Logan Lee Sigurðsson skrifar

Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar
Már Wolfgang Mixa skrifar

Framtíð Öskjuhlíðar
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra
Inga Sæland skrifar

Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu
Erlingur Erlingsson skrifar

Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands
Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar

Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur
Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar

Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Getur Sturlunga snúið aftur?
Leifur B. Dagfinnsson skrifar