Umfjöllun: Kristrún með stórleik í öruggum sigri Hamars Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2010 20:50 Kristrún Sigurjónsdóttir, leikmaður Hamars. Hamarskonur héldu sigurgöngu sinni áfram í Iceland Express deild kvenna með öruggum fjórtán stiga sigri á Njarðvík í Hveragerði í kvöld, 72-58. Hamar er búið vinna sex fyrstu leiki sína og við hlið Keflavíkur á toppnum. Njarðvík varð fyrir áfalli eftir aðeins 54 sekúndur þegar Dita Liepkalne meiddist á ökkla. Liepkalne kom ekki meira við sögu leiknum og munaði um minna enda var hún með 22,6 stig og 11,6 fráköst að meðaltali í leik. Hamarsliðið hafði alltaf góð tök á leiknum þótt að baráttan Njarðvíkurliðsins hafi haldið liðinu inn í leiknum allan tímann. Njarðvík varð eins og áður sagði fyrir áfalli eftir aðeins 54 sekúndur þegar Dita Liepkalne meiddist á ökkla þegar brotið var á henni í hraðaupphlaupi. Liepkalne gat ekki tekið vítin en varamaður hennar, Heiða Valdimarsdóttir, átti ágæta innkomu og skoraði fjögur fyrstu stig síns liðs. Það var þó augljóslega farið mikið bit úr Njarðvíkurliðinu við það að missa lettnesku stelpuna sem hefur verið að spila mjög vel með liðinu í vetur. Hamarskonur slitu sig frá Njarðvíkurliðinu með því að skora níu stig í röð á tveggja mínútna kafla og breyta stöðunni úr 11-10 í 20-11. Hamar var 22-13 yfir eftir fyrsta leikhlutann en Njarðvík byrjaði annan leikhlutann ágætlega og náði muninum niður í fjögur stig, 26-22. Þá settu Hamarskonur tvo þrista niður í röð og munurinn var aftur kominn upp í tíu stig. Njarðvíkurliðið hélt sér áfram inn í leiknum en Hamarskonur voru alltaf skrefinu á undan. Kristún Sigurjónsdóttir endaði hálfleikinn með þriggja stiga körfu og kom Hamar tíu stigum yfir í hálfleik, 39-29. Kristún var þarna komin með 15 stig í leiknum og Jaleesa Butler státaði af tvennu með 10 sitg og 12 fráköst en hún hefði mátt nýta færin sín mun betur undir körfunni. Hamarsliðið var með leikinn í öruggum höndum í þriðja leikhlutanum og munurinn var kominn upp í 15 stig, 54-39, við lok hans. Kristrún Sigurjónsdóttir endaði þriðja leikhlutann á því að setja niður tvo þrista og hóf þann fjórða með þeim þriðja og munurinn var því kominn upp í 18 stig. Shayla Fields skoraði þrettán stig fyrir Njarðvík í lokaleikhlutanum og sá til þess að munurinn var ekki meiri í leikslok en sigri Hamars var þó aldrei ógnað í lokaleikhlutanum. Kristrún Sigurjónsdóttir fór á kostum í liði Hamars og skoraði 34 stig í leiknum þar af skoraði hún sex þriggja stiga körfur úr aðeins nýju tilraunum. Fanney Lind Guðmundsdóttir skoraði 13 stig fyrir Hamar, Jaleesa Butler skoraði 12 stig og tók 20 fráköst og Slavica Dimovska stjórnaði leiknum vel og gaf 11 stoðsendingar. Shayla Fields var með 30 stig og 14 fráköst í liði NJarðvíkur en næst henni kom Heiða Valdimarsdóttir með 9 stig. Hamar-Njarðvík 72-58 (22-13, 17-16, 15-10, 18-19) Stig Hamars: Kristrún Sigurjónsdóttir 34/8 fráköst, Fanney Lind Guðmundsdóttir 13/8 fráköst, Jaleesa Butler 12/20 fráköst/3 varin skot, Slavica Dimovska 5/7 fráköst/11 stoðsendingar, Íris Ásgeirsdóttir 5, Guðbjörg Sverrisdóttir 2/4 fráköst, Kristrún Rut Antonsdóttir 1.Stig Njarðvíkur : Shayla Fields 30/14 fráköst, Heiða Valdimarsdóttir 9/8 fráköst, Ólöf Helga Pálsdóttir 6/8 fráköst, Anna María Ævarsdóttir 4/4 fráköst, Erna Hákonardóttir 4, Emelía Ósk Grétarsdóttir 2, Ína María Einarsdóttir 2, Eyrún Líf Sigurðardóttir 1. Dominos-deild kvenna Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Hamarskonur héldu sigurgöngu sinni áfram í Iceland Express deild kvenna með öruggum fjórtán stiga sigri á Njarðvík í Hveragerði í kvöld, 72-58. Hamar er búið vinna sex fyrstu leiki sína og við hlið Keflavíkur á toppnum. Njarðvík varð fyrir áfalli eftir aðeins 54 sekúndur þegar Dita Liepkalne meiddist á ökkla. Liepkalne kom ekki meira við sögu leiknum og munaði um minna enda var hún með 22,6 stig og 11,6 fráköst að meðaltali í leik. Hamarsliðið hafði alltaf góð tök á leiknum þótt að baráttan Njarðvíkurliðsins hafi haldið liðinu inn í leiknum allan tímann. Njarðvík varð eins og áður sagði fyrir áfalli eftir aðeins 54 sekúndur þegar Dita Liepkalne meiddist á ökkla þegar brotið var á henni í hraðaupphlaupi. Liepkalne gat ekki tekið vítin en varamaður hennar, Heiða Valdimarsdóttir, átti ágæta innkomu og skoraði fjögur fyrstu stig síns liðs. Það var þó augljóslega farið mikið bit úr Njarðvíkurliðinu við það að missa lettnesku stelpuna sem hefur verið að spila mjög vel með liðinu í vetur. Hamarskonur slitu sig frá Njarðvíkurliðinu með því að skora níu stig í röð á tveggja mínútna kafla og breyta stöðunni úr 11-10 í 20-11. Hamar var 22-13 yfir eftir fyrsta leikhlutann en Njarðvík byrjaði annan leikhlutann ágætlega og náði muninum niður í fjögur stig, 26-22. Þá settu Hamarskonur tvo þrista niður í röð og munurinn var aftur kominn upp í tíu stig. Njarðvíkurliðið hélt sér áfram inn í leiknum en Hamarskonur voru alltaf skrefinu á undan. Kristún Sigurjónsdóttir endaði hálfleikinn með þriggja stiga körfu og kom Hamar tíu stigum yfir í hálfleik, 39-29. Kristún var þarna komin með 15 stig í leiknum og Jaleesa Butler státaði af tvennu með 10 sitg og 12 fráköst en hún hefði mátt nýta færin sín mun betur undir körfunni. Hamarsliðið var með leikinn í öruggum höndum í þriðja leikhlutanum og munurinn var kominn upp í 15 stig, 54-39, við lok hans. Kristrún Sigurjónsdóttir endaði þriðja leikhlutann á því að setja niður tvo þrista og hóf þann fjórða með þeim þriðja og munurinn var því kominn upp í 18 stig. Shayla Fields skoraði þrettán stig fyrir Njarðvík í lokaleikhlutanum og sá til þess að munurinn var ekki meiri í leikslok en sigri Hamars var þó aldrei ógnað í lokaleikhlutanum. Kristrún Sigurjónsdóttir fór á kostum í liði Hamars og skoraði 34 stig í leiknum þar af skoraði hún sex þriggja stiga körfur úr aðeins nýju tilraunum. Fanney Lind Guðmundsdóttir skoraði 13 stig fyrir Hamar, Jaleesa Butler skoraði 12 stig og tók 20 fráköst og Slavica Dimovska stjórnaði leiknum vel og gaf 11 stoðsendingar. Shayla Fields var með 30 stig og 14 fráköst í liði NJarðvíkur en næst henni kom Heiða Valdimarsdóttir með 9 stig. Hamar-Njarðvík 72-58 (22-13, 17-16, 15-10, 18-19) Stig Hamars: Kristrún Sigurjónsdóttir 34/8 fráköst, Fanney Lind Guðmundsdóttir 13/8 fráköst, Jaleesa Butler 12/20 fráköst/3 varin skot, Slavica Dimovska 5/7 fráköst/11 stoðsendingar, Íris Ásgeirsdóttir 5, Guðbjörg Sverrisdóttir 2/4 fráköst, Kristrún Rut Antonsdóttir 1.Stig Njarðvíkur : Shayla Fields 30/14 fráköst, Heiða Valdimarsdóttir 9/8 fráköst, Ólöf Helga Pálsdóttir 6/8 fráköst, Anna María Ævarsdóttir 4/4 fráköst, Erna Hákonardóttir 4, Emelía Ósk Grétarsdóttir 2, Ína María Einarsdóttir 2, Eyrún Líf Sigurðardóttir 1.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum