Innlent

Katrín Júlíusdóttir: Ekki með von í brjósti

„Það hefur blasað við að breytingar yrðu gerðar á kjörtímabilinu í tengslum við hugsanlegar breytingar á Stjórnarráðinu. Vonandi erum við að sjá í land með þær og það felur auðvitað í sér breytingar," sagði Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, áður en hún gekk í Stjórnarráðshúsið á sjöunda tímanum í kvöld.

Stokkað verður upp í ríkisstjórninni á næstu dögum. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur rætt við flesta þingmenn Samfylkingarinnar í dag og stefnir að því að ræða við þá alla áður en dagurinn er liðinn.

„Ég hef ávallt litið á störf mín í ráðherrastóli sem hluta af starfi mínu fyrir mína umbjóðendur, kjósendur Samfylkingarinnar og þjóðarinnar allrar, og ef að menn telja að ég sé rétta manneskjan áfram í þau störf þá er ég fús til þeirra. Þannig að ég geng hér frekar inn fús til starfa heldur en með einhverja von í brjósti," sagði Katrín.




Tengdar fréttir

Ragna og Gylfi hætta

Stokkað verður upp í ríkisstjórninni á næstu dögum, jafnvel strax á morgun eða þegar þing kemur saman á fimmtudag. Ráðherrum verður fækkað um tvo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×