Enski boltinn

Avram Grant: West Ham liðið er á réttri leið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Avram Grant, stjóri West Ham.
Avram Grant, stjóri West Ham. Mynd/AP
Avram Grant, stjóri West Ham, segist trúa því að hans menn komist fljótt af botni ensku úrvalsdeildarinnar. West Ham tapaði 0-1 á móti Sunderland í gær og er aðeins með 12 stig út úr fyrstu sextán leikjunum. Liðið er þremur stigum á eftir Fulham sem er í síðasta örugga sætinu.

„Liðið er að bæta sig og á réttri leið. Því miður tókst okkur ekki að vinna á sunnudaginn en við getum tekið margt jákvætt út úr þessum leik," sagði Avram Grant.

„Við höfum tapað flestum útileikjunum með aðeins einu marki sem þýðir að við getum snúið þessu við. Við ætlum ekki að fara í gegnum allt tímabilið án þess að vinna á útivelli," sagði Grant.

„Við erum þremur stigum frá 17. sætinu og sex stigum á eftir 14. sætinu. Þetta er bil sem við getum vel brúað ef við höldum áfram að spila eins og við höfum gert síðustu tvo mánuði," sagði Grant.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×