Lífið

Tónsmíðakeppnin Demó yfirstaðin

Íris Kristinsdóttir skrifar
Sigurveigarar Demó 2010. Frá vinstri: Sindri Snær Harðarson, Sævar Már Óskarsson, Dagur Sigurðsson, Arnar Kári Axelsson.
Sigurveigarar Demó 2010. Frá vinstri: Sindri Snær Harðarson, Sævar Már Óskarsson, Dagur Sigurðsson, Arnar Kári Axelsson.
Demó, tónsmíðakeppni okkar Verzlinga, var haldin með glæsibrag fimmtudaginn 21. janúar síðastliðinn. Í ár stigu tólf atriði á stokk og það heyrðist greinilega að mikið er af hæfileikaríkum lagasmiðum í Verzló.

Það voru drengirnir í Molotov Cocktail Party sem báru sigur úr býtum með lagið Sky High. Hljómsveitina skipa þeir Arnar Kári Axelsson, Sævar Már Óskarsson, Sindri Snær Harðarson og Dagur Sigurðsson. Í örðu sæti voru Hjördís Lára Hlíðberg og Silja Rós Ragnarsdóttir. Sönghópurinn Las Desperadas hneppti svo þriðja sætið.

Í dómnefnd sátu Árni Matthíasson, Haffi Haff og Rósa Birgitta Ísfeld. Kynnar keppninnar voru Arnar Hugi Birkisson og Eysteinn Sigurðarson.

Vinningshafar fengu stórglæsileg verðlaun, ber þar helst að nefna 10 stúdíótíma með hljóðmanni sem sigurvegararnir fengu frá Hljóðver.is en Hljóðver.is mun opna nýtt og flott stúdíó á næstunni (www.hljodver.is). Önnur verðlaun voru sími frá Ring, geisladiskar, föt og ýmis gjafabréf.

Í nefndinni Baldrusbrá, sem skipulagði Demó, eru Margrét Guðmundsdóttir, Andrea Vestmann, Áslaug Björnsdóttir, Baldur Jón Gústafsson, Íris Kristinsdóttir, Karlotta Guðjónsdóttir og Sigríður Erla Sturludóttir.



Þessi frétt er skrifuð af fulltrúa Verzló fyrir Skólalífið á Vísi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.