Handbolti

Júlíus: Ætlum að hafa gaman af þessu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Árósum skrifar

Júlíus Jónasson, landsliðsþjálfari í handbolta, segir undirbúning íslenska landsliðsins fyrir EM í handbolta hafa gengið vel.

Mótið hefst á morgun og mætir Ísland liði Króatíu í fyrsta leik. Íslenska liðið kom til Danmerkur á laugardaginn og það stóð til í gær að það myndi spila æfingaleik gegn Spáni í gær, sunnudag.

Leikurinn átti að fara fram í Álaborg en þangað komst spænska landsliðið ekki í tæka tíð vegna verkfalls flugumferðarstjóra þar í landi.

„Við gátum lítið að þessu gert. Dagurinn í gær fór því úrskeðis að því leyti en við notuðum æfinguna þess í stað til að spila eins og við ætluðum að gera gegn Spáni," sagði Júlíus samtali við Vísi í dag.

Íslenska landsliðið æfði í keppnishöllinni í Árósum í morgun og má sjá viðtalið í heild sinni með því að smella á hlekkinn hér að ofan.

Fyrsti leikur íslenska liðsins verður gegn Króatíu á morgun.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×