Enski boltinn

Hargreaves í aðgerð í München

Elvar Geir Magnússon skrifar

Hinn sífellt meiddi Owen Hargreaves, miðjumaður Manchester United, er kominn til München í Þýskalandi þar sem hann fer í aðgerð vegna nárameiðsla.

Þessi 29 ára leikmaður meiddist í leik gegn Wolves í síðasta mánuði, hans fyrsta byrjunarliðsleik síðan 2008 eftir að hafa farið í tvo uppskurði vegna krónískra hnévandamála.

Hargreaves hefur aðeins leikið 39 leiki fyrir United síðan hann kom til félagsins frá FC Bayern 2007. Samningur hans við enska liðið rennur út í lok tímabils.

Annars er það að frétta úr herbúðum United að Ferguson hefur gefið út að Michael Owen verði ekki tilbúinn fyrir leikinn gegn Valencia í Meistaradeildinni. Owen byrjaði að æfa á ný í síðustu viku eftir að hafa verið frá vegna meiðsla enn einu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×