Enski boltinn

Elmander orðaður við Liverpool

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Johan Elmander. Nordic Photos/Getty Images
Johan Elmander. Nordic Photos/Getty Images

Sænski framherjinn hjá Bolton Wanderers, Johan Elmander, er í dag orðaður við Liverpool. Samningur leikmannsins við Bolton rennur út næsta sumar.

Hermt er að Elmander hafi þegar hafnað samningstilboði frá Bolton þar sem hann sé með mörg spennandi járn i eldinum.

Hann kom til Bolton frá franska félaginu Toulouse árið 2008 á tæpar 10 milljónir evra.

Honum gekk afar illa með Bolton þegar Gary Megson stýrði liðinu en hefur fundið sig vel síðan Owen Coyle tók við.

The Mirror segir að Roy Hodgson hafi reynt að kaupa hann til Fulham á sínum tíma og ætli sér að reyna aftur.

Elmander er búinn að skora 8 mörk og leggja upp 4 í 15 leikjum í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×