Íslenski boltinn

Umfjöllun: Markaregn á Vodafone-vellinum

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika.
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika. Fréttablaðið
Breiðablik vann í kvöld 4-2 sigur á Haukum eftir að hafa lent marki undir rétt fyrir hálfleik. Haukar eru fyrir vikið enn í fallsæti með tvö stig.

Haukar sátu í næst neðsta sæti með tvö stig fyrir leikinn og áttu enn eftir að skora á heimavelli. Breiðablik voru hinsvegar um miðja deild með átta stig eftir fimm leiki.

Breiðablik byrjaði leikinn vel, Kristinn Steindórsson var hættulegur á vinstri kantinum og var nálægt því að skora á þriðju mínútu en skalli hans fór rétt framhjá. Þeir náðu hinsvegar forustunni á 19. mínútu, en þar var að verki Guðmundur Kristjánsson eftir góða fyrirgjöf Kristins Jónssonar.

Haukar pressuðu meira eftir markið og uppskáru fyrsta mark sitt á heimavelli í Pepsi deildinni á 38. mínútu, þá stakk Sam Mantom sér inn milli varnarmanna Breiðabliks og skallaði góða fyrirgjöf Úlfars Hrafns Pálssonar í netið.

Fagnaðarlæti Haukastuðningsmanna voru rétt að deyja út er þeir fengu vítaspyrnu á 43. mínútu. Úlfar Hrafn sendi aftur góða fyrirgjöf inn í teig og fór boltinn í hönd Kristins Jónssonar. Á punktinn steig Arnar Gunnlaugsson og skoraði með afar öruggu víti og sendi Haukastuðningsmenn fagnandi inn í hálfleikinn.

Blikar voru hinsvegar snöggir að breyta því. Fyrirliðinn Kári Ársælsson skoraði jöfnunarmark Blika eftir klafs í teignum frá hornspyrnu Kristins Jónssonar. Andri Rafn Yeoman sem var nýkominn inn á skoraði svo fljótlega þriðja mark Blika og sitt fyrsta í Pepsi deildinni eftir afar góða stungusendingu frá Alfreði Finnbogasyni og kom Blikum í 3-2.

Það var svo loks Þórhallur Dan Jóhannsson sem skoraði síðasta mark leiksins, því miður í hans eigið net. Hættulegur bolti kom af vinstri kantinum og misskilningur var milli Þórhalls og Daða og skallaði Þórhallur boltann í eigið net.

Eftir þetta fjaraði leikurinn að mestu út, Andri Rafn Yeoman var hættulegur fyrir framan mark Hauka og var samvinna hans og Alfreðs oft stórhættuleg.

Leikurinn endaði því með 4-2 sigri Breiðabliks, en með þessu lyfta Blikar sér upp í annað sætið, tveimur stigum eftir Keflavík en Fram getur þó náð toppsætinu með leik sem þeir eiga inni. Haukar þurfa þó að fara að ná sér í þrjú stig ætli þeir sér að halda áfram í Pepsi deildinni.

Haukar 2 - 4 Breiðablik

0-1 Guðmundur Kristjánsson (19.)

1-1 Sam Manton (38.)

2-1 Arnar Gunnlaugsson (44.)

2-2 Kári Ársælsson (55.)

2-3 Andri Rafn Yeoman (61.)

2-4 Þórhallur Dan Jóhannson

Áhorfendur: 806

Dómari: Erlendur Eiríksson 6

Skot (á mark): 11 - 15 ( 8 - 6 )

Varin skot: Daði Lárusson 3 - Ingvar Þór Kale 6

Horn: 3 - 3

Aukaspyrnur fengnar: 6 - 9

Rangstöður: 0 - 2

Haukar (4-5-1)

Daði Lárusson 5

Þórhallur Dan Jóhannsson 4

Guðmundur Viðar Mete 5

(56. Pétur Ásbjörn Sæmundsson) 5

Daníel Einarsson 5

Gunnar Ormslev Ásgeirsson 6

Hilmar Geir Eiðsson 6

Kristján Ómar Björnsson 5

Guðjón Pétur Lýðsson 6

Úlfar Hrafn Pálsson 6

(78. Jónmundur Grétarsson)

Sam Mantom 6

Arnar Bergmann Gunnlaugsson 6

(71. Ásgeir Þór Ingólfsson)



Breiðablik (4-4-2)

Ingvar Þór Kale 6

Árni Kristinn Gunnarsson 6

Elfar Freyr Helgason 5

Kári Ársælsson 7

Kristinn Jónsson 7

Haukur Baldvinsson 5

(56. Andri Rafn Yeoman) 7

*Guðmundur Kristjánsson 7 - Maður leiksins

(72. Olgeir Sigurgeirsson)

Jökull Elísabetarson 5

Kristinn Steindórsson 6

Alfreð Finnbogason 6

Guðmundur Pétursson 4

(56. Finnur Orri Margeirsson) 5






Fleiri fréttir

Sjá meira


×