Breski gosflugstjórinn yfir Eyjafjallajökli 14. september 2010 18:57 Breski flugstjórinn, sem frægastur er fyrir að bjarga risaþotu úr eldfjallaösku, flaug yfir Eyjafjallajökul í dag. Hann telur flugmálayfirvöld hafa gengið allt of langt í vor í að stöðva flug en líst ekki á blikuna ef Katla bærir á sér.Eric Moody er heiðursgestur alþjóðlegrar flugráðstefnu á vegum Keilis, sem hefst á Keflavíkurflugvelli í fyrramálið, um eldfjöll og flugsamgöngur. Einn frægasti atburður flugsögunnar, sem þessi flugstjóri lenti í yfir Indónesíu fyrir 28 árum, er í raun ástæða þess að flugmálayfirvöld stöðvuðu flug í Evrópu í vor vegna öskunnar úr Eyjafjallajökli. Eric stýrði árið 1982 Boeing-747 þotu British Airways, sem flaug í gegnum gosmökk, en við það drapst á öllum fjórum hreyflunum og munaði engu að vélin færist með hátt í 300 manns um borð.Í dag var komið að Eric að sjá með eigin augum það eldfjall sem valdið hefur mestri röskun flugsögunnar. Hans fyrstu viðbrögð, þegar hann sá það, var að það hefði verið ótrúlegt að svona lítið eldfjall, í samanburði við mörg önnur, hefði getið valdið svo miklum usla.Hann telur þó að flugmálayfirvöld hafi gengið of langt í vor. Viðbrögðin í upphafi hefðu þó verið eðlileg en eftir tvo eða þrjá daga, ef menn hefðu getað mælt þéttleika öskunnar, hefðu þeir vitað að hún ætti ekki að valda vandræðum, og leyfa flug á ný.Rúmir þrír mánuði eru nú liðnir frá því að síðast varð vart við virkni í eldstöðinni. Þótt þessi tími sé notaður erlendis sem viðmið um hvenær eldgosi telst lokið taldi vísindamannaráð Almannavarna í gær ekki tímabært að lýsa yfir goslokum.Í því sambandi er meðal annars horft til þess að í eldgosinu sem hófst árið 1821 varð sex mánaða hlé áður en gosið tók sig upp að nýju.En Eric hafði gaman af því í dag að sjá rjúka upp úr gíg eldfjallsins, sem hann líkti við unga stúlku. Hann kærði sig hins vegar ekki um að næsti nágranni hennar færi af stað. Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Fréttir Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Breski flugstjórinn, sem frægastur er fyrir að bjarga risaþotu úr eldfjallaösku, flaug yfir Eyjafjallajökul í dag. Hann telur flugmálayfirvöld hafa gengið allt of langt í vor í að stöðva flug en líst ekki á blikuna ef Katla bærir á sér.Eric Moody er heiðursgestur alþjóðlegrar flugráðstefnu á vegum Keilis, sem hefst á Keflavíkurflugvelli í fyrramálið, um eldfjöll og flugsamgöngur. Einn frægasti atburður flugsögunnar, sem þessi flugstjóri lenti í yfir Indónesíu fyrir 28 árum, er í raun ástæða þess að flugmálayfirvöld stöðvuðu flug í Evrópu í vor vegna öskunnar úr Eyjafjallajökli. Eric stýrði árið 1982 Boeing-747 þotu British Airways, sem flaug í gegnum gosmökk, en við það drapst á öllum fjórum hreyflunum og munaði engu að vélin færist með hátt í 300 manns um borð.Í dag var komið að Eric að sjá með eigin augum það eldfjall sem valdið hefur mestri röskun flugsögunnar. Hans fyrstu viðbrögð, þegar hann sá það, var að það hefði verið ótrúlegt að svona lítið eldfjall, í samanburði við mörg önnur, hefði getið valdið svo miklum usla.Hann telur þó að flugmálayfirvöld hafi gengið of langt í vor. Viðbrögðin í upphafi hefðu þó verið eðlileg en eftir tvo eða þrjá daga, ef menn hefðu getað mælt þéttleika öskunnar, hefðu þeir vitað að hún ætti ekki að valda vandræðum, og leyfa flug á ný.Rúmir þrír mánuði eru nú liðnir frá því að síðast varð vart við virkni í eldstöðinni. Þótt þessi tími sé notaður erlendis sem viðmið um hvenær eldgosi telst lokið taldi vísindamannaráð Almannavarna í gær ekki tímabært að lýsa yfir goslokum.Í því sambandi er meðal annars horft til þess að í eldgosinu sem hófst árið 1821 varð sex mánaða hlé áður en gosið tók sig upp að nýju.En Eric hafði gaman af því í dag að sjá rjúka upp úr gíg eldfjallsins, sem hann líkti við unga stúlku. Hann kærði sig hins vegar ekki um að næsti nágranni hennar færi af stað.
Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Fréttir Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira