AGS: Fleira rætt en efnahagsáætlunin 30. september 2010 04:30 Franek Rozwadowski „Þessari endurskoðun var lokið á áætlun og við gerum ráð fyrir að halda áætlun í framvindu efnahagsáætlunarinnar," segir Franek Rozwadowski, fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) á Íslandi. Hann segir samþykkt endurskoðunar efnahagsáætlunar stjórnvalda og AGS í stjórn sjóðsins sýna að Ísland sé enn á batavegi. „Í grunninn hefur árangurinn verið tilkomumikill, hann endurspeglar öfluga stefnumörkun og sveigjanleika í að bregðast við breyttum aðstæðum. Verðbólga er á niðurleið og útlit fyrir að hagvöxtur taki við sér á ný þrátt fyrir mótbyr í efnahagslífinu," segir Franek Rozwadowski. Samkvæmt núverandi framgöngu áætlunarinnar er gert ráð fyrir að henni ljúki í ágúst 2011. „Þetta var þriðja endurskoðunin og svo verður ein í hverjum ársfjórðungi fram til loka áætlunarinnar." Auk þess að fjalla um efnahagsáætlun Íslands fjallaði stjórn AGS líka um reglubundið yfirlit efnahagsmála í samræmi við reglugerð fjögur (Article IV) hjá sjóðnum. „Þá er fjallað um stöðu efnahagslífs þjóða á breiðum grundvelli og komið fram með almennar ábendingar og athugasemdir," segir Rozwadowski. Slík umfjöllun fer fram annað hvert ár hjá þjóðum sem vinna efnahagsáætlun undir væng AGS, en er árviss hjá öðrum aðildarríkjum sjóðsins. „Við gerum ráð fyrir því að skýrsla starfsliðs sjóðsins verði gefin út næsta mánudag, ásamt völdum skrifum þar sem ýmsar hliðar íslensks efnahagslífs verða greindar," segir Rozwadowski. - óká Fréttir Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
„Þessari endurskoðun var lokið á áætlun og við gerum ráð fyrir að halda áætlun í framvindu efnahagsáætlunarinnar," segir Franek Rozwadowski, fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) á Íslandi. Hann segir samþykkt endurskoðunar efnahagsáætlunar stjórnvalda og AGS í stjórn sjóðsins sýna að Ísland sé enn á batavegi. „Í grunninn hefur árangurinn verið tilkomumikill, hann endurspeglar öfluga stefnumörkun og sveigjanleika í að bregðast við breyttum aðstæðum. Verðbólga er á niðurleið og útlit fyrir að hagvöxtur taki við sér á ný þrátt fyrir mótbyr í efnahagslífinu," segir Franek Rozwadowski. Samkvæmt núverandi framgöngu áætlunarinnar er gert ráð fyrir að henni ljúki í ágúst 2011. „Þetta var þriðja endurskoðunin og svo verður ein í hverjum ársfjórðungi fram til loka áætlunarinnar." Auk þess að fjalla um efnahagsáætlun Íslands fjallaði stjórn AGS líka um reglubundið yfirlit efnahagsmála í samræmi við reglugerð fjögur (Article IV) hjá sjóðnum. „Þá er fjallað um stöðu efnahagslífs þjóða á breiðum grundvelli og komið fram með almennar ábendingar og athugasemdir," segir Rozwadowski. Slík umfjöllun fer fram annað hvert ár hjá þjóðum sem vinna efnahagsáætlun undir væng AGS, en er árviss hjá öðrum aðildarríkjum sjóðsins. „Við gerum ráð fyrir því að skýrsla starfsliðs sjóðsins verði gefin út næsta mánudag, ásamt völdum skrifum þar sem ýmsar hliðar íslensks efnahagslífs verða greindar," segir Rozwadowski. - óká
Fréttir Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira