Viðskipti erlent

Pfizer með hærra tilboð en Actavis í Ratiopharm

Bandaríski lyfjarisinn Pfizer ætlar að leggja fram hærra tilboð en Actavis í þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm. Samkvæmt heimildum Reuters nemur tilboð Pfizer 3 milljörðum evra en tilboð Actavis hljóðaði upp á tæpa 3 milljarða evra.

Þetta tilboð Pfizer kemur á óvart enda koma fram í fjölmiðlum fyrir nokkrum vikum síðan að Pfizer hefði hætt við að reyna að kaupa Patiopharm. Í frétt Reuters segir að með þessu muni salan á Ratiopharm líklega frestast fram til mánaðarloka. Áður hafði verið sagt að gengið yrði frá málinu í þessari viku.

Reuters hefur heimildir fyrir því að Pfizer hafi verið beðið um að leggja fram tilboð og kynna það fyrir stjórn Ratiopharm. Önnur heimild segir að Pfizer gæti allt eins hætt við kaupin á ný.

Talið var að Actavis og Teva frá Ísrael myndu berjast um Ratiopharm og voru líkur taldar góðar á því að Actavis myndi vinna þá baráttu eins og áður hefur komið fram hér á síðunni. Einkum vegna þess að Deutsche Bank styður við bakið á Actavis í málinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×