Formúlu 1 ekki frestað vegna eldgoss 19. apríl 2010 12:38 Bernie Ecclestone og Christian Horner ræða málin. Þeir eru báðir strandaglópðar í Kína. Mynd: Getty Images Bernie Ecclestone segir að eldgosið á Íslandi og vandamál varðandi flug síðustu daga muni ekki hafa áhrif á spænska kappaksturinn í Barcelona í maí. Meirihluti starfsmanna Formúlu 1 liða eru strandaglóðpar í Kína vegna frestana á flugum í Evrópu. Ecclestone sagði í frétt á vefsíðu autosport.com að jafnvel þó einhver lið verði í vandræðum með að komast heim með fyrstu ferð og jafnvel að búnaður sitji eftir um tíma, þá fari spænski kappaksturinn fram. Ef frekari töf verður á flutningi á búnaði gæti farið svo að hann verði fluttur beint til Barcelona í stað þess að fara í bækistöðvar keppnisliðanna, eins og venja er. Fyrirtæki Ecclestone sér um sjóvarnpsútsendingar frá Formúlu 1 og kemur einnig nálægt umgjörð Formúliunnar á allan hátt, mótshaldi og flutningi tækjakosts. Búnaður keppnisliða er fluttur flugleiðis í sérhönnuðum kössum í Júmboþotum. "Ég er viss um að allt verður í lagi og spænska kappakstrinum verður ekki frestað. Það eru allir í vandræðum, en við komum öllum heim", sagði Eccletone. Ferrari, McLaren og Lotus hafa leigt flugvélar til að flytja sitt fólk til Evrópu. McLaren hefur boðið öðrum liðum sæti, eins lengi og pláss leyfir. McLaren hyggst fljúga til Spánar og fara síðan með rútu til Bretlands. "Ég minnist þess ekki að eldgoss hafi orðið til þess að fólk væri strandaglópar. Í versta tilfelli þá tökum við Síberíuhraðlestina. Þar sem er vilji til að komast heim, þá er leið", sagði Christian Horner hjá Red Bull í gamansömum dúr. Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Bernie Ecclestone segir að eldgosið á Íslandi og vandamál varðandi flug síðustu daga muni ekki hafa áhrif á spænska kappaksturinn í Barcelona í maí. Meirihluti starfsmanna Formúlu 1 liða eru strandaglóðpar í Kína vegna frestana á flugum í Evrópu. Ecclestone sagði í frétt á vefsíðu autosport.com að jafnvel þó einhver lið verði í vandræðum með að komast heim með fyrstu ferð og jafnvel að búnaður sitji eftir um tíma, þá fari spænski kappaksturinn fram. Ef frekari töf verður á flutningi á búnaði gæti farið svo að hann verði fluttur beint til Barcelona í stað þess að fara í bækistöðvar keppnisliðanna, eins og venja er. Fyrirtæki Ecclestone sér um sjóvarnpsútsendingar frá Formúlu 1 og kemur einnig nálægt umgjörð Formúliunnar á allan hátt, mótshaldi og flutningi tækjakosts. Búnaður keppnisliða er fluttur flugleiðis í sérhönnuðum kössum í Júmboþotum. "Ég er viss um að allt verður í lagi og spænska kappakstrinum verður ekki frestað. Það eru allir í vandræðum, en við komum öllum heim", sagði Eccletone. Ferrari, McLaren og Lotus hafa leigt flugvélar til að flytja sitt fólk til Evrópu. McLaren hefur boðið öðrum liðum sæti, eins lengi og pláss leyfir. McLaren hyggst fljúga til Spánar og fara síðan með rútu til Bretlands. "Ég minnist þess ekki að eldgoss hafi orðið til þess að fólk væri strandaglópar. Í versta tilfelli þá tökum við Síberíuhraðlestina. Þar sem er vilji til að komast heim, þá er leið", sagði Christian Horner hjá Red Bull í gamansömum dúr.
Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira