Innlent

Óli Björn Kárason fjarlægður af lögreglu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af Óla Birni Kárasyni, varaþingmanni Sjálfstæðisflokksins, í mótmælunum á Austurvelli í gær.

Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við fréttamann Stöðvar 2 og Vísis að enginn hefði verið handtekinn í mótmælunum. Hins vegar hefði þurft að færa nokkra mótmælendur til. Óli Björn var einn þeirra.

Geir Jón sagði í samtalinu að mótmælin hefðu gengið vel fyrir sig miðað við það hversu mikill fjöldi fólks var saman kominn til að mótmæla.

Smellið á hnapp merktan „Horfa á myndskeið með frétt" hér að ofan til að sjá myndskeið af Óla Birni Kárasyni. Einnig er hægt að sjá viðtal við Geir Jón Þórisson og valdar myndir frá gærkvöldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×