Innlent

Páskaeggin brotnuðu öll á leið til Danmerkur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Eggin voru öll í molum þegar þau skiluðu sér á leiðarenda.
Eggin voru öll í molum þegar þau skiluðu sér á leiðarenda.
Íslenskur afi sem ætlaði að senda páskaegg til barnabarna sinna í Danmörku segir farir sínar ekki sléttar í samskiptum við danska póstinn. Hann sendi átta páskaegg til Esbjerg í Danmörku í síðustu viku en þegar þau komust á leiðarenda voru þau öll brotin nema eitt.

„Þetta var ekkert voða lengi á leiðinni. Ég keypti páskaegg fyrir svona um 20 þúsund. Ég keypti átta egg númer sjö og eitt númer fjögur," segir Hannes Halldórsson, sem sendi eggin til Danmerkur. Hann segir að tollurinn hafi skilið minnsta eggið eftir óbrotið en hin hafi verið mölvuð. „Þeim fannst nú ekki taka því að stúta því en þeir stútuðu hinum snyrtilega," segir Hannes. Þeir hafi stútað botni og öllu saman með hnefunum.

„Þeir hafa verið að leita að eiturlyfjum eða einhverju slíku, en við eigum enga sögu um slíkt," segir Hannes. Hannes segir að sér finnist skrýtið að tollurinn hafi ekki einhverja betri tækni til að leita að fíkniefnum, með gegnumlýsingartæki eða öðru slíku.

Hannes segir að pósturinn hafi lýst sig ábyrgan fyrir sendingunni þannig að fjölskyldan mun ekki sitja eftir slipp og snauð þó hún verði með brotin egg.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×