Fótbolti

Sá markahæsti fær ekki að vera með á HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Benni McCarthy.
Benni McCarthy. Mynd/AFP
Carlos Alberto Parreira, landsliðsþjálfari Suður-Afríku, tilkynnti í morgun HM-hóp gestgjafanna á HM í Suður-Afríku sem hefst eftir aðeins nokkra daga. Það kom mörgum á óvart að hann valdi ekki Benni McCarthy, framherja West Ham, í hópinn.

Benni McCarthy er 32 ára gamall og markahæsti landsliðsmaður Suður-Afríku frá upphafi með 32 mörk í 78 landsleikjum. Hann var einn af sex mönnum sem voru ekki valdir í HM-hópinn úr 29 manna undirbúningshóp Parreira.

McCarthy hefur verið gagnrýndur af löndum sínum fyrir að vera of þungur og hann er langt frá því að vera í sínu besta formi. Hann skoraði sem dæmi aðeins 1 mark í 19 leikjum með Blackburn og West Ham í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.

Suður-Afríkumenn hafa ekki tapað í tíu leikjum síðan að Carlos Alberto Parreira tók við liðinu í lok síðasta árs. McCarthy hefur ekki skorað eitt mark í þessum leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×