Körfubolti

Fannar: Við leyfðum þeim að gera það sem þeir vildu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Stefán

Fannar Ólafsson fór útaf með fimm villur í kvöld og gat lítið hjálpað til þegar leikur liðsins fór af sporinu í seinni hálfleik í 17 stiga tapi á móti Grindavík í kvöld.

„Við voru að leyfa Grindvíkingum að gera nákvæmlega það sem þeir vildu," sagði Fannar og hann viðurkenndi að liðið þarf að spila mun betur ætli það sér sigur í Grindavík.

„Við vorum að hleypa Darrel Flake í alltof einföld skot og þeir voru að fá að gera hlutina alltof auðvelt. Það er alltaf mjög erfitt að vinna svona svakalega gott lið eins og Grindavík og þá sérstaklega á heimavelli," sagði Fannar.

Fannar segir að slæm byrjun á seinni hálfleik hafi ráðið miklu í kvöld.

„Það var eitthvað skrítið í gangi og þá sérstaklega í byrjun seinni hálfeiks. Við komumst ekkert út úr því slömpi. Grindavík spilaði hárrétt á móti þessu, bakkaði undir körfuna og gaf opin skot. Þeir lokuðu teignum í seinni hálfleik og áttu sigurinn fyllilega skilið," sagði Fannar en hann er þó ekkert að örvænta þrátt fyrr einn slæman dag.

„Við lögðum upp með að klára alla heimaleikina en útileikirnir á móti sex efstu liðunum yrðu alltaf erfiðir. Við erum búnir að klára Keflavík á útivelli en töpum síðan hérna. Við eigum NJarðvík næst á heimavelli og þá getum við komist aftur á toppinn. Við erum alveg rólegir yfir þessu," sagði Fannar að lokum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×