Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Sindri Sverrisson skrifar 27. febrúar 2025 08:00 Kristófer Acox hefur spilað fjölda landsleikja undir stjórn Craig Pedersen en þjálfarinn vill ekki svara því hvort þeir verði fleiri. Samsett/Hulda Margrét/Getty Craig Pedersen, landsliðsþjálfari í körfubolta, vill ekki svara því hvort að ósætti við Kristófer Acox verði til þess að Kristófer fái ekki aftur sæti í landsliðinu undir hans stjórn. Athygli vakti að Kristófer, sem er þrautreyndur landsliðsmaður, fimmfaldur Íslandsmeistari og kominn aftur á fulla ferð eftir meiðsli, skyldi ekki valinn í nýafstaðna leiki við Ungverjaland og Tyrkland sem réðu því hvort að Ísland kæmist í lokakeppni EM. „Ég valdi leikmennina sem mér fannst passa best saman fyrir þennan glugga. Ég ræddi þetta við hann og við tókum þessa stefnu. Mér fannst liðsandinn góður í hópnum og þetta er það sem við ákváðum að gera,“ segir Pedersen í samtali við Vísi. „Hef rætt vel og vandlega um þetta við hann“ Ljóst er að ósætti er á milli landsliðsþjálfarans og Kristófers en Kristófer hefur þó jafnan átt sæti í íslenska landsliðshópnum þegar hann er heill heilsu. Hann gaf ekki kost á sér í tvo leiki við Ítalíu fyrir þremur árum en hefur spilað leiki eftir það svo ljóst er að eitthvað annað eða fleira liggur að baki. „Ég kýs að fara ekki út í það. Ég hef þegar rætt vel og vandlega um þetta við hann og fyrir mér þá er það bara á milli mín og hans,“ segir Pedersen. Kristófer Acox ætti alla jafna að gera sterkt tilkall til sætis í EM-hópnum en óvissa ríkir um stöðu hans í landsliðinu.vísir/Hulda Margrét En kemur Kristófer til greina fyrir Evrópumótið í sumar? „Ég held að ég muni ræða þetta við aðstoðarþjálfarana á næstunni en að öðru leyti vil ég ekki ræða þetta núna. Mér finnst að fókusinn ætti núna að vera á afrek liðsins. Ég valdi liðið út frá því sem ég taldi að myndi passa best saman og ná bestum árangri. Ég stend við það. Fókusinn ætti að vera á afrek liðsins en ekki á leikmenn sem ég valdi ekki,“ segir Pedersen. Yngri leikmenn með í hópnum fyrir EM Ljóst er að EM-hópur Íslands verður að mestu skipaður leikmönnunum sem komu liðinu inn á mótið. Pedersen segir að fyrir sumarið verði valinn stærri æfingahópur sem komi saman til æfinga í þriðju viku júlí en tólf leikmenn fara svo á EM sem fram fer 27. ágúst til 14. september. Pedersen segir að í æfingahópnum verði meðal annars yngri leikmenn á borð við Almar Atlason og Tómas Val Þrastarson sem eru í bandaríska háskólakörfuboltanum og tóku ekki þátt í undankeppninni en fá tækifæri til að sýna sig og sanna: „Þeir og fleiri eru í hópnum sem mun fá boð á æfingar í sumar. Sá hópur verður aðeins stærri og í honum verða leikmenn sem eiga raunhæfa möguleika á að fara á EM sem og leikmenn sem við sjáum fyrir okkur að muni svo sannarlega tilheyra hópnum á komandi árum, til að þeir öðlist reynslu og geti lært frá eldri leikmönnum.“ Undirbúningur löngu hafinn Pedersen segir að nú séu menn að ná andanum eftir leikinn magnaða og fagnaðarlætin á sunnudag en að á næstu dögum fari allt á fullt í að ákveða nákvæmlega hvernig undirbúningnum fyrir EM verði háttað. Það veltur þó einnig á því hverjir andstæðingar Íslands verða á EM en dregið verður eftir mánuð, 27. mars. „Við urðum reyndar að byrja þessar áætlanir fyrir tveimur mánuðum. Það er ekki hægt að bíða því hin liðin eru líka að leita sér að mótherjum. Slóvenar sýndu áhuga strax síðasta sumar á að koma hingað, ef við næðum inn á mótið. En það veltur á því hvort við lendum með þeim í riðli því ef svo fer þá held ég að við viljum ekki mætast í vináttuleik,“ segir Pedersen. Komandi Evrópumót verður haldið í fjórum borgum í fjórum mismunandi löndum: Tampere í Finnlandi, Katowice í Póllandi, Riga í Lettlandi og Limassol á Kýpur. Gestgjafaþjóðirnar eru í þeirri stöðu að geta valið eina þjóð til að leika í sínum riðli og óhætt er að segja að íslenska landsliðið sé eftirsótt. Pedersen segir að það skýrist betur eftir að styrkleikaflokkar verði birtir, hvar Ísland endi, en hefur ekki sterka skoðun á því hvar Ísland spilar: „Það er svo vel haldið utan um þetta mót þannig að sama hvert við förum þá verða hlutirnir í góðu lagi.“ Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Leik lokið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Íslenski boltinn Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Enski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Enski boltinn Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Fótbolti Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Körfubolti Fleiri fréttir Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjá meira
Athygli vakti að Kristófer, sem er þrautreyndur landsliðsmaður, fimmfaldur Íslandsmeistari og kominn aftur á fulla ferð eftir meiðsli, skyldi ekki valinn í nýafstaðna leiki við Ungverjaland og Tyrkland sem réðu því hvort að Ísland kæmist í lokakeppni EM. „Ég valdi leikmennina sem mér fannst passa best saman fyrir þennan glugga. Ég ræddi þetta við hann og við tókum þessa stefnu. Mér fannst liðsandinn góður í hópnum og þetta er það sem við ákváðum að gera,“ segir Pedersen í samtali við Vísi. „Hef rætt vel og vandlega um þetta við hann“ Ljóst er að ósætti er á milli landsliðsþjálfarans og Kristófers en Kristófer hefur þó jafnan átt sæti í íslenska landsliðshópnum þegar hann er heill heilsu. Hann gaf ekki kost á sér í tvo leiki við Ítalíu fyrir þremur árum en hefur spilað leiki eftir það svo ljóst er að eitthvað annað eða fleira liggur að baki. „Ég kýs að fara ekki út í það. Ég hef þegar rætt vel og vandlega um þetta við hann og fyrir mér þá er það bara á milli mín og hans,“ segir Pedersen. Kristófer Acox ætti alla jafna að gera sterkt tilkall til sætis í EM-hópnum en óvissa ríkir um stöðu hans í landsliðinu.vísir/Hulda Margrét En kemur Kristófer til greina fyrir Evrópumótið í sumar? „Ég held að ég muni ræða þetta við aðstoðarþjálfarana á næstunni en að öðru leyti vil ég ekki ræða þetta núna. Mér finnst að fókusinn ætti núna að vera á afrek liðsins. Ég valdi liðið út frá því sem ég taldi að myndi passa best saman og ná bestum árangri. Ég stend við það. Fókusinn ætti að vera á afrek liðsins en ekki á leikmenn sem ég valdi ekki,“ segir Pedersen. Yngri leikmenn með í hópnum fyrir EM Ljóst er að EM-hópur Íslands verður að mestu skipaður leikmönnunum sem komu liðinu inn á mótið. Pedersen segir að fyrir sumarið verði valinn stærri æfingahópur sem komi saman til æfinga í þriðju viku júlí en tólf leikmenn fara svo á EM sem fram fer 27. ágúst til 14. september. Pedersen segir að í æfingahópnum verði meðal annars yngri leikmenn á borð við Almar Atlason og Tómas Val Þrastarson sem eru í bandaríska háskólakörfuboltanum og tóku ekki þátt í undankeppninni en fá tækifæri til að sýna sig og sanna: „Þeir og fleiri eru í hópnum sem mun fá boð á æfingar í sumar. Sá hópur verður aðeins stærri og í honum verða leikmenn sem eiga raunhæfa möguleika á að fara á EM sem og leikmenn sem við sjáum fyrir okkur að muni svo sannarlega tilheyra hópnum á komandi árum, til að þeir öðlist reynslu og geti lært frá eldri leikmönnum.“ Undirbúningur löngu hafinn Pedersen segir að nú séu menn að ná andanum eftir leikinn magnaða og fagnaðarlætin á sunnudag en að á næstu dögum fari allt á fullt í að ákveða nákvæmlega hvernig undirbúningnum fyrir EM verði háttað. Það veltur þó einnig á því hverjir andstæðingar Íslands verða á EM en dregið verður eftir mánuð, 27. mars. „Við urðum reyndar að byrja þessar áætlanir fyrir tveimur mánuðum. Það er ekki hægt að bíða því hin liðin eru líka að leita sér að mótherjum. Slóvenar sýndu áhuga strax síðasta sumar á að koma hingað, ef við næðum inn á mótið. En það veltur á því hvort við lendum með þeim í riðli því ef svo fer þá held ég að við viljum ekki mætast í vináttuleik,“ segir Pedersen. Komandi Evrópumót verður haldið í fjórum borgum í fjórum mismunandi löndum: Tampere í Finnlandi, Katowice í Póllandi, Riga í Lettlandi og Limassol á Kýpur. Gestgjafaþjóðirnar eru í þeirri stöðu að geta valið eina þjóð til að leika í sínum riðli og óhætt er að segja að íslenska landsliðið sé eftirsótt. Pedersen segir að það skýrist betur eftir að styrkleikaflokkar verði birtir, hvar Ísland endi, en hefur ekki sterka skoðun á því hvar Ísland spilar: „Það er svo vel haldið utan um þetta mót þannig að sama hvert við förum þá verða hlutirnir í góðu lagi.“
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Leik lokið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Íslenski boltinn Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Enski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Enski boltinn Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Fótbolti Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Körfubolti Fleiri fréttir Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjá meira
Leik lokið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti
Leik lokið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti