Innlent

Guðlaugur sakar forsætisráðherra um að leyna þingið upplýsingum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Guðlaugur Þór Þórðarson vill að Ríkisendurskoðun kanni málið. Mynd/ Vilhelm.
Guðlaugur Þór Þórðarson vill að Ríkisendurskoðun kanni málið. Mynd/ Vilhelm.
Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sakar Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra um að leyna Alþingi upplýsingum.

Málið snýst um svar forsætisráðherra við fyrirspurn Guðlaugs um kostnað ráðuneytanna við aðkeypta þjónustu, ráðgjöf og sérverkefni núverandi starfsmanna félagsvísindasviðs Háskóla Íslands á tímabilinu maí 2007 til nóvember 2010. Fram kemur í svarinu að á síðustu þremur árum nam kostnaður rúmlega 65 milljónum króna. Mest var greitt til lögfræðinganna Róberts Spanó og Bjargar Thorarensen. Svarið var birt í fyrradag.

Guðlaugur Þór Þórðarson fullyrti við upphaf þingfundar í morgun að svarið væri rangt. Forsætisráðherra væri að leyna þingið upplýsingum. „Eina leið okkar í stöðu sem þessari er að fá skýrslu frá Ríkisendurskoðun um málið," sagði Guðlaugur Þór. Hann skoraði á forsætisnefnd Alþingis að beina því til Ríkisendurskoðunar að hún kannaði málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×