Erlent

Foreldrarnir skrifa bók um Madeleine

Óli Tynes skrifar
Madeleine McCann.
Madeleine McCann.
McCann hjónin segja að það hafi verið erfið ákvörðun fyrir þau að skrifa bókina. Eina ástæðan fyrir því að þau skuli gera það sé sú að sjóðurinn sem þau stofnuðu til þess að fjármagna áframhaldandi leit að Madeleine sé að verða uppurinn. Hver einasta króna sem fáist fyrir bókina fari í þann sjóð. Samningurinn hefur ekki verið gerður opinber en talið er að McCann hjónin fái umtalsverða fyrirframgreiðslu og hærri höfundarlaun en gengur og gerist.

Bókin kemur út 28. apríl á næsta ári, en þá eru liðin fjögur ár frá því Madeleine hvarf þar sem hún var í sumarfríi í Portúgal ásamt fjölskyldu sinni.

Þetta er önnur bókin sem skrifuð er um Madeleine litlu. Hin er ekki heldur komin út. Hana skrifaði portúgalskur lögregluforingi sem stjórnaði leitinni að Madeleine. Honum var síðan vikið úr starfi. McCann hjónin fengu bókina bannaða, en þeim úrskurði hefur nú verið hnekkt. Ekki er þó ljóst henær bókin kemur út.

Það er forlagið Transworld sem gerði samning við hjónin en það forlag hefur gefið út bækur eftir þekkta höfunda. Meðal þeirra eru Dan Brown, Terry Pratchett og eðlisfræðingurinn Stephen Hawking.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×