Innlent

Sigurður á lista yfir eftirlýsta glæpamenn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings er kominn á lista yfir eftirlýsta glæpamenn á vefsíðu Interpol. Til stóð að Sigurður kæmi til landsins í lok vikunnar og yrði þá yfirheyrður vegna rannsóknar sérstaks saksóknara á Kaupþingi.

Saksóknari krafðist þess svo af Sigurði að hann kæmi fyrr heim. Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis tók Sigurður það ekki í mál nema gegn loforði um að hann yrði ekki handtekinn. Málin þróuðust svo á þann veg að í dag var ákveðið að gefa út handtökuskipun á Sigurð.

Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson hafa báðir verið úrskurðaðir í fangelsi vegna rannsóknarhagsmuna. Þá hafa Ingólfur Helgason og Steingrímur Kárason verið handteknir. Það ræðst í kvöld hvort farið verður fram á gæsluvarðhald yfir þeim.

Fram kemur á vef Interpol að Sigurður er 180 sentimetrar á hæð og um 114 kíló. Hann er bláeygður og með skalla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×