Fótbolti

Zidane: Sigur fyrir arabaheiminn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Zidane hjálpaði Katar að fá HM.
Zidane hjálpaði Katar að fá HM.

Menn eru misánægðir með þá ákvörðun FIFA að gefa Rússlandi og Katar HM á árunum 2018 og 2022. Einn þeirra sem gleðst með Katar er Zinedine Zidane, fyrrum leikmaður Real Madrid og franska landsliðsins.

Zidane, sem er af alsírskum uppruna, segist gleðja með arabaheiminum enda séu þetta stór tíðindi fyrir hann.

"Þetta er ekki bara sigur fyrir Katar heldur fyrir arabaheiminn og miðausturlöndin. Það snerti mig mikið. Það er alltaf gaman að fá eitthvað nýtt og sýna að fótboltinn er eign allra," sagði Zidane sem starfar fyrir Real Madrid í dag.

"Menn sögðu að Katar ætti ekki möguleika af því landið er lítið. En Katar er fyrirmynd i arabaheiminum og ég er mjög stoltur af þessum sigri."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×