Handbolti

EM kvenna: Stella telur að íslenska liðið eigi ágæta möguleika gegn Króatíu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Stella Sigurðardóttir verður í hlutverki liðsstjóra hjá íslenska kvennalandsliðinu í handknattleik sem hefur leik á Evrópumeistaramótinu í Árósum á morgun. Ísland leikur gegn Króatíu í fyrsta leiknum á morgun og segir Stella að Ísland geti nýtt styrkleika sinn gegn króatíska liðinu.

Stella, sem leikur með Fram, þurfti að draga sig út úr leikmannahópnum vegna meiðsla en hún hefur tekið að sér nýtt hlutverk sem aðstoðarmaður á hliðarlínunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×