Handbolti

Logi Geirsson: Ekki verið 100% heill í 15 mánuði

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Logi Geirsson er mættur aftur til FH.
Logi Geirsson er mættur aftur til FH. Fréttablaðið/Vilhelm
Logi Geirsson vinnur nú hörðum höndum að því að gera sig 100% leikfæran fyrir komandi tímabil með FH. Logi hefur lengi átt við meiðsli að stríða og er staðráðinn í því að eiga gott tímabil í heimahögunum.

"Ég hef ekki verið 100% heill í einhverja 15 mánuði. Það hefur alltaf vantað einhverjar prósentur upp á," sagði Logi við Vísi.

"Það er mitt markmið og sjúkraþjálfaranna og teymisins í kringum mig að gera þetta almennilega. Það er frábært að vera kominn heim og vera með þetta góða teymi í kringum mig, hér eru þeir bestu og mér líður miklu betur að vera hér heima heldur en úti," segir Logi.

Hann er líka staðráðinn í því að verða heill. "Ég reikna með að ná þessu," segir skyttan sem fær að heyra hamingjuóskir um komandi Íslandsmeistaratitil hjá fólki á förnum vegi.

"Fólk er að óska mér til hamingju með titilinn og svona fyrirfram. Það er klárlega pressa og það er bara gaman. Titillinn er klárlega markmiðið," sagði Logi.

Sjá einnig:

Logi: Ef Guð er til næ ég heilu tímabili án meiðsla




Fleiri fréttir

Sjá meira


×