Körfubolti

Haukakonur bikarmeistarar í fimmta skiptið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Heather Ezell var með þrefalda tvennu hjá Haukum.
Heather Ezell var með þrefalda tvennu hjá Haukum. Mynd/Daníel

Haukakonur tryggðu sér bikarmeistaratitil kvenna í körfubolta með 83-77 sigri á Keflavík í úrslitaleik Subwaybikars kvenna í Laugardalshöllinni í dag. Keflavík var talið sigurstranglegra fyrir leikinn en þær áttu ekki svör við baráttuglöðm Haukakonum.

Þetta er fimmta sinn sem Haukar verða bikarmeistarar en þær unnu bikarinn einnig 1984, 1992, 2005 og 2007.

Leikurinn var sveiflukenndur fram í fjórða leikhluta en þá sigu Haukarnir fram úr og tryggðu sér sigurinn ekki síst þökk sé frábærri baráttu í sóknarfráköstunum en Haukar tóku 27 sóknafráköst á móti 4 í þessum leik.

Heather Ezell var með þrefalda tvennu hjá Haukum, skoraði 24 stig, tók 15 fráköst og gaf 11 stoðsendingar, en það má heldur ekki líta framhjá framlagi hinnar 21 árs gömlu Maríu Lindar Sigurðardóttur sem var með 20 stig og 9 fráköst í leiknum. María Lind var valin besti leikmaður úrslitaleiksins.

Birna Valgarðsdóttir skoraði 22 stig fyrir Keflavík og Kristi Smith var með 20 stig.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×