Birna: Það má ekki vanmeta þær í eina sekúndu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2010 12:00 Birna Valgarðsdóttir, fyrirliði Keflavíkurliðsins. Mynd/Stefán Birna Valgarðsdóttir, fyrirliði Keflavíkurliðsins, er ekki að mæta í sinn fyrsta bikarúrslitaleik í Laugardalshöllinni. Hún hefur spilað sjö bikarúrslitaleiki og orðið bikarmeistari þrisvar sinnum. Birna hefur hinsvegar þurft að sætta sig við fjögur silfur í síðustu fimm ferðum sínum í Höllina. „Eigum við ekki bara að stefna að því að breyta þessum tapleikjum í sigur. Þessir tapleikir sitja samt ekkert í okkur því þetta er önnur keppni, annað ár og annar leikur. Þetta verður bara mjög skemmtilegt," segir Birna Valgarðsdóttir og það er engin ástæða fyrir hana en að vera jákvæð enda Keflavíkurliðið að spila mjög vel þessa dagana. „Við erum búnar að spila eins og lið undanfarið og ég vona að við höldum því bara áfram. Stelpurnar vita sín hlutverk í liðinu núna og það eru allar mjög sáttir með það. Við erum mjög glaðar," segir Birna. „Við vorum að reyna alltof mikið sjálfar í upphafi tímabilsins. Nú er meira flæði á boltanum hjá okkur og allir eru glaðir og kátir. Þá er þetta mun auðveldara," segir Birna. Birna átti flottan leik þegar Keflavík vann tuttugu stiga sigur á Haukum í janúar en hún var þá með 19 stig og 8 stoðsendingar. „Þessi stórsigur okkar á þeim um daginn hefur ekkert að segja á laugardaginn. Þær koma dýrvitlausar til leiks ef ég þekki þær rétt og þetta verður hörkuleikur," segir Birna. Birna segir að Haukarnir séu með sterkt lið og nefnir þar sérstaklega bandaríska bakvörðinn Heather Ezell. „Þær eru með hörkulið. Þær eru með þvílíkt öflugan kana og svo hafa þær Rögnu Margréti og Thelmu sem taka öll fráköst sem eru í boði. Þá erum síðan búnar að fá þriggja stiga skyttu og svo eru hinir leikmennirnir mjög öflugir líka. Það má ekki vanmeta þær í eina sekúndu," segir Birna. Keflavík tapaði með 16 stigum á móti KR í bikarúrslitaleiknum í fyrra þrátt fyrir að vera taldar vera sigurstranglegar fyrir leikinn. „Við vorum hræddar við að tapa. Við vorum bara skíthræddar en nú ætlum við bara að leggja áherslu á það að spila vörn og hafa gaman," segir Birna sem er bjartsýn. „Ef við spilum okkar leik eins og við höfum verið að gera þá erum við í góðum málum. Þetta er samt bikarleikur og það getur allt gerst. Við þurfum að halda haus og megum ekki vera að vanmeta eitt eða neitt," segir Birna að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Sjá meira
Birna Valgarðsdóttir, fyrirliði Keflavíkurliðsins, er ekki að mæta í sinn fyrsta bikarúrslitaleik í Laugardalshöllinni. Hún hefur spilað sjö bikarúrslitaleiki og orðið bikarmeistari þrisvar sinnum. Birna hefur hinsvegar þurft að sætta sig við fjögur silfur í síðustu fimm ferðum sínum í Höllina. „Eigum við ekki bara að stefna að því að breyta þessum tapleikjum í sigur. Þessir tapleikir sitja samt ekkert í okkur því þetta er önnur keppni, annað ár og annar leikur. Þetta verður bara mjög skemmtilegt," segir Birna Valgarðsdóttir og það er engin ástæða fyrir hana en að vera jákvæð enda Keflavíkurliðið að spila mjög vel þessa dagana. „Við erum búnar að spila eins og lið undanfarið og ég vona að við höldum því bara áfram. Stelpurnar vita sín hlutverk í liðinu núna og það eru allar mjög sáttir með það. Við erum mjög glaðar," segir Birna. „Við vorum að reyna alltof mikið sjálfar í upphafi tímabilsins. Nú er meira flæði á boltanum hjá okkur og allir eru glaðir og kátir. Þá er þetta mun auðveldara," segir Birna. Birna átti flottan leik þegar Keflavík vann tuttugu stiga sigur á Haukum í janúar en hún var þá með 19 stig og 8 stoðsendingar. „Þessi stórsigur okkar á þeim um daginn hefur ekkert að segja á laugardaginn. Þær koma dýrvitlausar til leiks ef ég þekki þær rétt og þetta verður hörkuleikur," segir Birna. Birna segir að Haukarnir séu með sterkt lið og nefnir þar sérstaklega bandaríska bakvörðinn Heather Ezell. „Þær eru með hörkulið. Þær eru með þvílíkt öflugan kana og svo hafa þær Rögnu Margréti og Thelmu sem taka öll fráköst sem eru í boði. Þá erum síðan búnar að fá þriggja stiga skyttu og svo eru hinir leikmennirnir mjög öflugir líka. Það má ekki vanmeta þær í eina sekúndu," segir Birna. Keflavík tapaði með 16 stigum á móti KR í bikarúrslitaleiknum í fyrra þrátt fyrir að vera taldar vera sigurstranglegar fyrir leikinn. „Við vorum hræddar við að tapa. Við vorum bara skíthræddar en nú ætlum við bara að leggja áherslu á það að spila vörn og hafa gaman," segir Birna sem er bjartsýn. „Ef við spilum okkar leik eins og við höfum verið að gera þá erum við í góðum málum. Þetta er samt bikarleikur og það getur allt gerst. Við þurfum að halda haus og megum ekki vera að vanmeta eitt eða neitt," segir Birna að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins