Kubica og Renault í toppslagnum 6. apríl 2010 13:58 Robert Kubica varð fjórði á Sepang brautinni um helgina og er í þéttum hópi ökumanna sem eru ofarlega í stigamótinu. Mynd: Getty Images Pólverjinn Robert Kubica og Renault er lið sem hefur komið hvað mest á óvart í Formúlu 1 mótunum. Kubica varð annar í Ástralíu og fjórði í Malasíu á sunnudaginn. Alain Permane einn af yfirmönnum liðsins er ánægður með gang mála, enda er Kubica aðeins 9 stigum frá Felipe Massa sem er efstur í stigamótinu. "Robert og Vitaly Petrov gerðu góða hluti í tímatökunni varðandi dekkjaval þegar aðrir lentu í vandræðum. Robert byrjaði mjög vel, græddi tvö sæti í ræsingunni og eftir það gekk allt tiltölulega eðlilega. Hann var á svipuðum hraða or Nico Rosberg og því ógerlegt að fara framúr honum", sagði Permane. Kubica er mjög vinnusamur ökumaður og gerir kröfur til sín og liðsins. "Robert hefur ekki misstigið sig. Það var ekið á hann í fyrsta hring í Barein og hann varð ellefti. Hann ók síðan fullkomna keppni í Melbourne og Malasíu. Robert er mjög fljótur og vinnusamur og ver miklum tíma með tæknimönnum sínum. Permane telur að Renault bíllinn sem liðið hefur hannað hafi ákveðinn styrkleika. "Bíllinn fer vel með dekkin, en í fyrra vorum við í vandræðum með dekkjaslit að aftan, en R30 bíllinn er með betra jafnvægi hvað þetta varðar. Það er góður kostur í ljósi þess að bensínáfylling er ekki leyfð. Hvað veikleika varðar, þá þurfum við að bæta niðurtogið á yfirbyggingunni. En við endurbætum bílinn mót frá móti og enn eitt þrepið verður tekið fyrir mótið í Kína", sagði Permane. Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Pólverjinn Robert Kubica og Renault er lið sem hefur komið hvað mest á óvart í Formúlu 1 mótunum. Kubica varð annar í Ástralíu og fjórði í Malasíu á sunnudaginn. Alain Permane einn af yfirmönnum liðsins er ánægður með gang mála, enda er Kubica aðeins 9 stigum frá Felipe Massa sem er efstur í stigamótinu. "Robert og Vitaly Petrov gerðu góða hluti í tímatökunni varðandi dekkjaval þegar aðrir lentu í vandræðum. Robert byrjaði mjög vel, græddi tvö sæti í ræsingunni og eftir það gekk allt tiltölulega eðlilega. Hann var á svipuðum hraða or Nico Rosberg og því ógerlegt að fara framúr honum", sagði Permane. Kubica er mjög vinnusamur ökumaður og gerir kröfur til sín og liðsins. "Robert hefur ekki misstigið sig. Það var ekið á hann í fyrsta hring í Barein og hann varð ellefti. Hann ók síðan fullkomna keppni í Melbourne og Malasíu. Robert er mjög fljótur og vinnusamur og ver miklum tíma með tæknimönnum sínum. Permane telur að Renault bíllinn sem liðið hefur hannað hafi ákveðinn styrkleika. "Bíllinn fer vel með dekkin, en í fyrra vorum við í vandræðum með dekkjaslit að aftan, en R30 bíllinn er með betra jafnvægi hvað þetta varðar. Það er góður kostur í ljósi þess að bensínáfylling er ekki leyfð. Hvað veikleika varðar, þá þurfum við að bæta niðurtogið á yfirbyggingunni. En við endurbætum bílinn mót frá móti og enn eitt þrepið verður tekið fyrir mótið í Kína", sagði Permane.
Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira