Stöndum öll undir dómi Guðs 2. janúar 2010 02:00 Séra Karl Sigurbjörnsson Biskup segir mannorðsmorð ósjaldan stundað af þeim sem ákafast veifa fánum siðavendninnar.Fréttablaðið/Valli „Hin tæra, íslenska viðskiptasnilld var hátt rómuð, en lítt var spurt út í heilindi og heiðarleika, aga og trúfesti. Afleiðingin verður menning gagnkvæmrar tortryggni og vantrausts,“ sagði Karl Sigurbjörnsson, biskup þjóðkirkjunnar, í áramótaávarpi. „Um næstu mánaðamót má vænta niðurstöðu rannsóknarnefndar um bankahrunið. Þjóðin bíður í ofvæni og kvíða þess sem boðað hefur verið sem einhver verstu tíðindi sem nokkur nefnd hefur þurft að færa. Það verður dómsdagur þegar það sem hulið hefur verið verður opinbert. Og hvað verður gert með það, hvernig munum við sem þjóð vinna úr því? Það varðar mestu. Við megum ekki gleyma því að við erum ekki aðeins undir dómi manna. Það er annar dómur sem við stöndum öll undir: Dómur Guðs,“ sagði Karl. Biskup sagði menn óspara á yfirlýsingar og sleggjudóma. „Níð og mannorðsmorð eru söluvara og ósjaldan stundað af þeim sem hæst hrópa og ákafast veifa fánum siðavendninnar.“ Karl sagði að áður hefðu Íslendingar verið þekktir fyrir orðheldni og heiðarleika. „Menn stóðu við orð sín, handsöluðu skuldbindingar og stóðu við þær. Nú er sem mörgum finnist munnlegir samningar og fyrirheit lítils virði, flestallt sé afstætt. Okkar kynslóð hefur notað Excel til þess að kæfa samviskuna. Stjórnmálin hafa lengi snúist um ímyndir og slagorð, sýndarmennsku og gylliboð,“ sagði biskupinn.- gar Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Innlent Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Innlent Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Sjá meira
„Hin tæra, íslenska viðskiptasnilld var hátt rómuð, en lítt var spurt út í heilindi og heiðarleika, aga og trúfesti. Afleiðingin verður menning gagnkvæmrar tortryggni og vantrausts,“ sagði Karl Sigurbjörnsson, biskup þjóðkirkjunnar, í áramótaávarpi. „Um næstu mánaðamót má vænta niðurstöðu rannsóknarnefndar um bankahrunið. Þjóðin bíður í ofvæni og kvíða þess sem boðað hefur verið sem einhver verstu tíðindi sem nokkur nefnd hefur þurft að færa. Það verður dómsdagur þegar það sem hulið hefur verið verður opinbert. Og hvað verður gert með það, hvernig munum við sem þjóð vinna úr því? Það varðar mestu. Við megum ekki gleyma því að við erum ekki aðeins undir dómi manna. Það er annar dómur sem við stöndum öll undir: Dómur Guðs,“ sagði Karl. Biskup sagði menn óspara á yfirlýsingar og sleggjudóma. „Níð og mannorðsmorð eru söluvara og ósjaldan stundað af þeim sem hæst hrópa og ákafast veifa fánum siðavendninnar.“ Karl sagði að áður hefðu Íslendingar verið þekktir fyrir orðheldni og heiðarleika. „Menn stóðu við orð sín, handsöluðu skuldbindingar og stóðu við þær. Nú er sem mörgum finnist munnlegir samningar og fyrirheit lítils virði, flestallt sé afstætt. Okkar kynslóð hefur notað Excel til þess að kæfa samviskuna. Stjórnmálin hafa lengi snúist um ímyndir og slagorð, sýndarmennsku og gylliboð,“ sagði biskupinn.- gar
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Innlent Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Innlent Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Sjá meira