Sýnir jakka á Lady Gaga-sýningu í París 28. september 2010 07:00 Jakki Veru sem Lady Gaga klæddist fyrir Elton John verður til sýnis í París í október. „Það er rosalega gaman að fá að taka þátt í þessari sýningu," segir fatahönnuðurinn Vera Þórðardóttir. Bandaríska söngkonan Lady Gaga var í jakka frá Veru þegar hún kom fram á árlegri góðgerðarskemmtun Eltons John í júní. Jakkinn er nú á leiðinni til Parísar þar sem hann verður sýndur á listasýningunni Lada Gaga á Gogo sem hefst 21. október. Sýningin er sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum, en föt og ýmsir aðrir munir sem tengjast þessari vinsælu söngkonu verða til sýnis. Lady Gaga hefur einnig sést í pilsi frá Veru, en það verður ekki á sýningunni. „Hún tók pilsið með sér, þannig að jakkinn verður þarna ásamt flíkum frá rosalega virtum hönnuðum. Það er mikill heiður fyrir mig að komast þarna inn," segir Vera. „Þarna sýna hönnuðir sem ég er búin að líta upp til mjög lengi; Viktor & Rolf og Thierry Mugler. Fólk sem er búið að vera í bransanum árum saman, þannig að þetta er mjög spennandi." Jakkinn sem Vera sýnir var í útskriftarlínu hennar frá Istituto Marangoni-skólanum í London. Hún býr nú í London og ætlar til Parísar á sýninguna. Búist er við að um þúsund manns mæti á opnun sýningarinnar, sem er studd af útgáfurisanum Universal. Lady Gaga kemur fram í París daginn eftir að sýningin hefst og Vera segir að fólk á vegum söngkonunnar hafi séð til þess að hún viti af sýningunni. „Þannig að það er aldrei að vita nema hún mæti," segir Vera. „Það væri gaman, en maður veit aldrei." - afb Lífið Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
„Það er rosalega gaman að fá að taka þátt í þessari sýningu," segir fatahönnuðurinn Vera Þórðardóttir. Bandaríska söngkonan Lady Gaga var í jakka frá Veru þegar hún kom fram á árlegri góðgerðarskemmtun Eltons John í júní. Jakkinn er nú á leiðinni til Parísar þar sem hann verður sýndur á listasýningunni Lada Gaga á Gogo sem hefst 21. október. Sýningin er sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum, en föt og ýmsir aðrir munir sem tengjast þessari vinsælu söngkonu verða til sýnis. Lady Gaga hefur einnig sést í pilsi frá Veru, en það verður ekki á sýningunni. „Hún tók pilsið með sér, þannig að jakkinn verður þarna ásamt flíkum frá rosalega virtum hönnuðum. Það er mikill heiður fyrir mig að komast þarna inn," segir Vera. „Þarna sýna hönnuðir sem ég er búin að líta upp til mjög lengi; Viktor & Rolf og Thierry Mugler. Fólk sem er búið að vera í bransanum árum saman, þannig að þetta er mjög spennandi." Jakkinn sem Vera sýnir var í útskriftarlínu hennar frá Istituto Marangoni-skólanum í London. Hún býr nú í London og ætlar til Parísar á sýninguna. Búist er við að um þúsund manns mæti á opnun sýningarinnar, sem er studd af útgáfurisanum Universal. Lady Gaga kemur fram í París daginn eftir að sýningin hefst og Vera segir að fólk á vegum söngkonunnar hafi séð til þess að hún viti af sýningunni. „Þannig að það er aldrei að vita nema hún mæti," segir Vera. „Það væri gaman, en maður veit aldrei." - afb
Lífið Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira