Handbolti

Framarar unnu óvæntan sigur á FH-ingum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andri Berg Haraldson.
Andri Berg Haraldson.

Botnlið Fram vann óvæntan 31-30 sigur á FH í N1 deild karla í handbolta í kvöld og Safarmýrarpiltar eru langt frá því að vera búnir að gefast upp í barátunni um halda sæti sínu í deildini.

FH var 18-16 yfir í hálfleik en Framarar komu sterkir inn í seinni hálfeikinn og höfðu betur í miklum spennuleik.

Andri Berg Haraldsson og Einar Rafn Eiðsson skoruðu 7 mörk fyrir Fram en Bjarni Fritzson var markahæstur í liði FH með 11 mörk. Maður leiksins var þó Magnús Eerlendsson markvörður Fram sem varði 25 skot.

Stjarnan hefur þó enn tveggja stiga forskot á Framliðið eftir 26-25 sigur á Gróttu í Mýrinni. Sigrar Stjörnunnar og Fram í kvöld og tap Gróttu þýðir að botnbarátta N1 deildar karla er orðinn æsispennandi.

Stjarnan-Grótta 26-25 (13-10)

Mörk Stjörnunnar: Vilhjálmur Halldórsson 10, Jón Arnar Jónsson 5, Eyþór Magnússon 4, Kristján Svan Kristjánsson 3, Þórólfur Nielsen 1, Sverrir Eyjólfsson 1, Gunnar Ö. Arnasson 1, Daníel Einarsson 1.

Mörk Gróttu: Hjalti Þór Pálmasson 6, Anton Rúnarsson 6, Viggó Kristjánsson 3, Jón Karl Björnsson 3, Atli Rúnar Steinþórsson 3, Heiðar Þór Aðalsteinsson 2, Halldór Ingólfsson 1, Arnar Freyr Theódórsson 1.

Fram-FH 31-30 (16-18)

Mörk Fram: Andri Berg Haraldsson 7, Einar Rafn Eiðsson 7, Daníel Berg Grétarsson 5, Guðjón

Finnur Drengsson 5, Magnús Stefánsson 3, Halldór Jóhann Sigfússon 2, Hákon Stefánsson 1, Haraldur Þorvaldarson 1.

Mörk FH: Bjarni Fritzson 11, Ólafur Guðmundsson 6, Ólafur Gústafsson 4, Jón Heiðar Gunnarsson 3, Benedikt Kristinsson 2, Ásbjörn Friðriksson 2, Örn Ingi Bjarkason 1, Sigursteinn Arndal 1.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×