Sýslumaðurinn á Hvolsvelli og Umferðarstofa stofnanir ársins 7. maí 2010 17:45 Sýslumaðurinn á Hvolsvelli og Umferðarstofa stofnanir ársins. Kjartan Þorkelsson gegnir embætti sýslusmanns á Hvolsvelli. Umferðarstofa og Sýslumaðurinn á Hvolsvelli eru stofnanir ársins 2010 samkvæmt könnun SFR stéttarfélags sem stendur að vali á stofnun ársins. Niðurstöðurnar voru kynntar á Hótel Nordica seinnipartinn í dag. Könnunin er gerð í samstarfi við VR eins og undanfarin ár en það félag hefur gert sambærilegar kannanir í á annan áratug en SFR stendur nú fyrir könnuninni í fimmta sinn. Um 30 þúsund starfsmenn á almennum og opinberum vinnumarkaði fengu könnunina senda. Þátttakendur voru spurðir út í vinnutengda þætti eins og trúverðugleika stjórnenda, sjálfstæði í starfi, vinnuálag, vinnuskilyrði, álag og kröfur, sveigjanleika í starfi og fleira. „Niðurstöður könnunarinnar er mikilvægt framlag til vinnumarkaðsrannsókna á Íslandi, enda sú stærsta sinnar tegundar," segir í tilkynningu frá SFR. Könnunin var gerð meðal allra félagsmanna SFR á opinberum og almennum vinnumarkaði. Forstöðumönnum og stjórnendum var gefinn kostur á að láta alla starfsmenn stofnunarinnar, óháð því í hvaða stéttarfélögum þeir væru, taka þátt og nýttu 34 stofnanir sér það. Alls tóku tæplega 200 stofnanir þátt í ár og rúmlega 4000 starfsmenn. Líkt og í fyrra er stofnunum skipt eftir stærð. Í hópi minni stofnana fékk Sýslumaðurinn á Hvolsvelli hæstu einkunn, eða 4,73 í heildareinkunn af 5 mögulegum. Í öðru sæti var Sýslumaðurinn í Vík, sem varð hlutskarpastur í fyrra og í því þriðja var Skattrannsóknarstjóri ríkisins, en hann vermdi einnig það sæti í fyrra. Í hópi stærri stofnana fékk Umferðarstofa hæstu einkunn, 4,18 í heildareinkunn af 5 mögulegum, en sú stofnun varð einnig hlutskörpust í fyrra. Í öðru sæti var Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Austurlandi og í því þriðja var Landgræðsla ríkisins. Hástökkvarinn í ár er Sýslumaðurinn á Siglufirði, en stofnunin bætti sig um 48 sæti á milli ára. Mest lesið Íslenskur læknir í sögulegri skilnaðardeilu í Skotlandi Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Innlent Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Innlent Ekkert annað húsnæði komi til greina Innlent Fleiri fréttir Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg Fimmta tilraun til að leyfa ráðstöfun útvarpsgjalds til annarra fjölmiðla Sjá meira
Umferðarstofa og Sýslumaðurinn á Hvolsvelli eru stofnanir ársins 2010 samkvæmt könnun SFR stéttarfélags sem stendur að vali á stofnun ársins. Niðurstöðurnar voru kynntar á Hótel Nordica seinnipartinn í dag. Könnunin er gerð í samstarfi við VR eins og undanfarin ár en það félag hefur gert sambærilegar kannanir í á annan áratug en SFR stendur nú fyrir könnuninni í fimmta sinn. Um 30 þúsund starfsmenn á almennum og opinberum vinnumarkaði fengu könnunina senda. Þátttakendur voru spurðir út í vinnutengda þætti eins og trúverðugleika stjórnenda, sjálfstæði í starfi, vinnuálag, vinnuskilyrði, álag og kröfur, sveigjanleika í starfi og fleira. „Niðurstöður könnunarinnar er mikilvægt framlag til vinnumarkaðsrannsókna á Íslandi, enda sú stærsta sinnar tegundar," segir í tilkynningu frá SFR. Könnunin var gerð meðal allra félagsmanna SFR á opinberum og almennum vinnumarkaði. Forstöðumönnum og stjórnendum var gefinn kostur á að láta alla starfsmenn stofnunarinnar, óháð því í hvaða stéttarfélögum þeir væru, taka þátt og nýttu 34 stofnanir sér það. Alls tóku tæplega 200 stofnanir þátt í ár og rúmlega 4000 starfsmenn. Líkt og í fyrra er stofnunum skipt eftir stærð. Í hópi minni stofnana fékk Sýslumaðurinn á Hvolsvelli hæstu einkunn, eða 4,73 í heildareinkunn af 5 mögulegum. Í öðru sæti var Sýslumaðurinn í Vík, sem varð hlutskarpastur í fyrra og í því þriðja var Skattrannsóknarstjóri ríkisins, en hann vermdi einnig það sæti í fyrra. Í hópi stærri stofnana fékk Umferðarstofa hæstu einkunn, 4,18 í heildareinkunn af 5 mögulegum, en sú stofnun varð einnig hlutskörpust í fyrra. Í öðru sæti var Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Austurlandi og í því þriðja var Landgræðsla ríkisins. Hástökkvarinn í ár er Sýslumaðurinn á Siglufirði, en stofnunin bætti sig um 48 sæti á milli ára.
Mest lesið Íslenskur læknir í sögulegri skilnaðardeilu í Skotlandi Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Innlent Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Innlent Ekkert annað húsnæði komi til greina Innlent Fleiri fréttir Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg Fimmta tilraun til að leyfa ráðstöfun útvarpsgjalds til annarra fjölmiðla Sjá meira