Viðskipti erlent

Hlutabréfamarkaðir í mikilli niðursveiflu í dag

Hlutbréfamarkaðir í kauphöllum Evrópu voru í mikilli niðursveiflu í dag. Hið sama má segja um markaðina í New York sem opna í mínus núna síðdegis.

FTSE vísitalan í London lækkaði um 3,5% í dag, Dax vísitalan í Frankfurt lækkaði um 3,8% og Cac 40 vísitalan í París um 5,2%.

Þá lækkaði C20 vísitalan í Kaupmannahöfn um 4,1% í dag og er það mesta lækkun á einum degi frá áramótum.

Dow Jones vísitalan í New York byrjar daginn með lækkun upp á 1,8% og Nasdag vísitalan lækkar um 2,5%.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×