Jóhanna ætlar að sitja heima 5. mars 2010 06:00 Jóhanna ætlar ekki að kjósa. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra ætlar ekki að taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave á morgun. „Mér finnst þetta markleysa og finnst mjög dapurlegt að fyrsta þjóðaratkvæðagreiðslan frá stofnun lýðveldisins verði um lög sem þegar eru orðin orðin úrelt. Í ljósi þess sé ég engan tilgang í að taka þátt í þessari atkvæðagreiðslu," sagði Jóhanna í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi. „Enginn talar lengur fyrir samþykkt þessara laga, málið hefur breyst það mikið á síðustu vikum og við erum nú þegar með í hendi hagstæðari lausn sem nemur sjötíu milljörðum króna í greiðslubyrði." Í gærkvöldi taldi Jóhanna ekkert benda til að nýir samningar tækjust fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu en kvaðst vona að hægt verði að taka upp þráðinn í viðræðunum við Breta og Hollendinga eftir helgi. Hún ítrekaði að lausn verði að fást sem fyrst. „Ég óttast að töfin geti farið að kosta okkur meira en ávinningurinn af nýjum samningi. ASÍ segir að þetta mál hafi nú þegar seinkað endurreisninni um hálft ár með þeim kostnaði sem því fylgir." Jóhanna segist hafa orðið vör við ýmsan misskilning varðandi atkvæðagreiðsluna á morgun. „Sumir virðast halda að málið hverfi ef lögin verða felld en það er mikill misskilningur. Það er líka misskilningur að málið fari beint fyrir dómstóla. Þjóðirnar þrjár verða að standa sameiginlega að slíku en Bretar og Hollendingar hafa alltaf hafnað þeirri leið." Jóhanna bendir á að felli þjóðin lögin sem kosið verður um á morgun taki lögin frá í ágúst gildi. Við þau verði þó ekki búið. „Bretar og Hollendingar féllust ekki á þau á sínum tíma og því tómt mál að tala um að við byrjum með hreint borð. Þá er ekki einu sinni gefið að þessi sjötíu milljarða króna hagstæðari greiðslubyrði verði í hendi." Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hvetja fólk til að mæta á kjörstað og greiða atkvæði gegn lögunum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, telur að samningsstaða Íslands styrkist ef lögin verða felld. Þá fari samningaviðræður fram við hreint borð. - bþs Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra ætlar ekki að taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave á morgun. „Mér finnst þetta markleysa og finnst mjög dapurlegt að fyrsta þjóðaratkvæðagreiðslan frá stofnun lýðveldisins verði um lög sem þegar eru orðin orðin úrelt. Í ljósi þess sé ég engan tilgang í að taka þátt í þessari atkvæðagreiðslu," sagði Jóhanna í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi. „Enginn talar lengur fyrir samþykkt þessara laga, málið hefur breyst það mikið á síðustu vikum og við erum nú þegar með í hendi hagstæðari lausn sem nemur sjötíu milljörðum króna í greiðslubyrði." Í gærkvöldi taldi Jóhanna ekkert benda til að nýir samningar tækjust fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu en kvaðst vona að hægt verði að taka upp þráðinn í viðræðunum við Breta og Hollendinga eftir helgi. Hún ítrekaði að lausn verði að fást sem fyrst. „Ég óttast að töfin geti farið að kosta okkur meira en ávinningurinn af nýjum samningi. ASÍ segir að þetta mál hafi nú þegar seinkað endurreisninni um hálft ár með þeim kostnaði sem því fylgir." Jóhanna segist hafa orðið vör við ýmsan misskilning varðandi atkvæðagreiðsluna á morgun. „Sumir virðast halda að málið hverfi ef lögin verða felld en það er mikill misskilningur. Það er líka misskilningur að málið fari beint fyrir dómstóla. Þjóðirnar þrjár verða að standa sameiginlega að slíku en Bretar og Hollendingar hafa alltaf hafnað þeirri leið." Jóhanna bendir á að felli þjóðin lögin sem kosið verður um á morgun taki lögin frá í ágúst gildi. Við þau verði þó ekki búið. „Bretar og Hollendingar féllust ekki á þau á sínum tíma og því tómt mál að tala um að við byrjum með hreint borð. Þá er ekki einu sinni gefið að þessi sjötíu milljarða króna hagstæðari greiðslubyrði verði í hendi." Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hvetja fólk til að mæta á kjörstað og greiða atkvæði gegn lögunum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, telur að samningsstaða Íslands styrkist ef lögin verða felld. Þá fari samningaviðræður fram við hreint borð. - bþs
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira