Enski boltinn

Fernando Torres að bíða eftir barni

Elvar Geir Magnússon skrifar

Í þessum skrifuðu orðum er í gangi leikur Liverpool og Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn hófst klukkan 20:00. Fernando Torres er ekki með Liverpool í kvöld þar sem hann er mættur á fæðingardeildina ásamt eiginkonu sinni.

Þetta er annað barnið sem þau hjón eignast en fyrir eiga þau dótturina Noru.

Það eru stór skörð hoggin í lið Liverpool sem er einnig án Steven Gerrard og Jamie Carragher í kvöld þar sem þeir eru á meiðslalistanum. Ryan Babel fær sjaldséð tækifæri í byrjunarliðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×